Jörð - 01.09.1932, Qupperneq 200
ANDREA DELFÍN
[Jörð
H)8
og þar sá ég höfðingjana úr ráðinu mikla alla labbandi
upp stóru tröppuna í hallargarðinum, en sorgarfána blakt-
andi út um glugga. Finnst yður það trúlegt: í gærkvöldi
skömmu fyrir miðnætti var einn af dulardómurunum
þremur, hinn göfugi herra Lórenzó Veníer, myrtur við
þröskuldinn að sínu eigin húsi“.
„Skyldi hann hafa verið orðinn gamall maður?“
spurði Andrea.
„Drottinn minn dýri! Mikið er að heyra til yðar! Eins
og hann hefði dáið á sóttarsæng! En þér eruð auðvitað
ekki feneyingur og eigið þess vegna ekki svo gott með að
átta yður á, hvað um er að ræða. Dulardómari er hertog-
anum meiri, enda hefir margur hertogi orðið fyrir öðru
eins. Ilertoginn er sýningur, en dulardómarinn ekki allur
þar, sem hann er séður. En það, sem tekur út yfir, er,
að í sárinu fannst rýtingur, sem á var grafið: Til heljar
með alla dulardómara. Alla! Skiljið þér það, herra And-
rea? Það er ekki eins og þegar „bravó“-ræksni er mútað
til að gera út af við mann, er stendur öðrum í vegi í ásta-
málum eða embætta eða þess háttar. Það er pólitískt
morð, sagði lyfsalinn, nágranni minn, og bak við það er
samsæri með aðstoðarmönnum og yfirhylmingum og
Angeló Queríní með fylgifiskum sínum. Hann var nú ekki
mjög bágur yfir því, en ég get ekki að því gert, að mér
hrís hugur við þessu. Ég segi nú ekki margt um það;
en það er með illvirki eins og kirsiber: hristi maður eitt
úr, þá koma tuttugu á eftir. Þetta verður upphaf méiri
tíðinda“.
„Hafa menn þá ekkert komist á snoðir um morðingj-
ann, frú Gíóvanna? Að hvaða haldi koma þá þessi hundr-
uð „þefara“, sem dulardómurinn hefir á fóðrunum?“
„Menn hafa einskis orðið vísari“, svaraði ekkjan.
„Það var næturdimma og kaldi, og á Stórasíki, sem höll
hans liggur við, var enginn gondáll. Þar var hann á heim-
leið einsamall, og þar hitti hin ósýnilega hönd hann, og
hann lifði ekki lengur en það að vekja athygli dyravarð-
arins með hinnstu stununum. Þá var dauðakyrð í göt-
unni og enginn sjáanlegur. En ég veit nú mínu viti, hr.