Jörð - 01.09.1932, Síða 201
Jörð]
ANDREA DEI.FÍN
199
Andrea. Á ég að trúa yður fyrir því? Þér eruð ráðvandur
maður og drengilegur og farið aldrei að hafa neitt eftir
mér, sem kæmi mér aftur í eymdina: Ég þekki höndina,
sem helti út blóði þessu“.
Hann horfði fast á hana. „Talið“, mælti hann, „ef að
yður er léttir að því. Ég svík yður ekki“.
„Grunar yður ekkert“, sagði hún og stóð upp og gekk
fast að honum. „Hefi ég ekki sagt yður, að margur lifir
og kemur ekki aftur, og að margur er dauður og gengur
aftur? Vitið þér enn eða hvað? Ilann hefir ekki gleymt
þeim, að þeir drógu konuna hans og börnin upp undir
blýþökin og pyntuðu þau. En í Herrans nafni: ekkert orð
í þá átt! Ef að sveimur hans hefir gert það, þá myndi
aðstandendurnir látnir gjalda þess“.
„Og hvaða ástæður hafið þér til hyggju yðar?“
Hún litaðist flóttalega um í herberginu. — „Ég skal
segja yður nokkuð“, hvíslaði hún. „Það var ekki allt með
felldu hér í húsinu í nótt er leið. Ég heyrði þrusk upp
og niður veggina eins og vofa væri að læðast. Ég lá vak-
andi í rúminu og hlustaði, og heyrði niðurbældan óm frá
síkinu og fitl við gluggann yðar, og í götuskottinu, þar
heyrðist í óróuðum dýrum langt fram yfir lágnætti.
Klukkan var orðin eitt, þegar kyrð komst á; ég er svo
sem ekki í efa um, hver var á sveimi. Hann kom til þess
að heilsa okkur, þegar hann var búinn að því; við kvödd-
umst aldrei“.
Ilöfuð hans var hnigið niður á bringu. Nú rétti hann
úr sér og sagðist ætla að fara sjálfur út að leita frétta.
Að því er hitt snerti, þá hefði hann háttað snemma, eins
og henni væri kunnugt og sofið með fastara móti, svo
að ekki væri að undra, þó að hann yrði ekki var við neinn
slæðing. Annars væri rétt fyrir hana að láta engan heyra
þetta til sín, því að vitanlega væri mikið í húfi, ef að um
nokkura yfirhylmingu væri að ræða, þó aldrei væri nema
um reimleika að ræða. — Að því búnu fór hann í og
gekk út.
Á götunum var meiri troðningur en jafnvel á þjóð-
hátíðisdögum. Menn flykktust hvaðanæfa eftir þröngum