Jörð - 01.09.1932, Qupperneq 202
200
ANDREA DELFÍN
[Jörð
götum í áttina til torgs Markúsar helga; flýttu sér þög-
ulir. En þeir, sem ekki slógust í hópinn, stóðu í útidyrum
og heilsuðu íbyggnir kunningjum sínum álengdar, er þeir
geystust fram hjá. XJm það varð ekki villst, þegar litið
var á fólk þetta, að það var í æstu skapi og þó líkt og
þrumu lostið af einhverju ógurlegu einsdæmi, svo að all-
ir létu berast af sameiginlegum straumi, án þess að ætla
sér nokkuð ákveðið. Enginn lét neitt til sín heyra; það
var engu líkara en að þessum sómaþegnum fyndist sjálfir
staurarnir bifast, sem fenjaborg þeirra var byggð á.
Andrea gekk í sömu átt og aðrir, rór, að því er virt-
ist, með hendur á baki og lét slúta hattinn. Er kom út á
torg hins helga Markúsar, sá hann þar ótölulegan mann-
grúa og mislitan af öllum stéttum samansafnaðan undir
heiðum sumarhimninum, en þaðan runnu straumarnir
undir súlnagöngum út að hinu víða síki, sem ber svip af
súlunum tveimur. Hertogahöllin aldna gnæfði hátignar-
leg yfir mannþyrpinguna. Bak við bogaglugga og í súlna-
göngunum sást blika á vopn, en hermannaflokkur hafði
tekið sér stöðu við aðaldymar og otuðu vopnunum að
hverjum, sem leitaði inngöngu án þess að vera meðlimur
ráðsins mikla. Því inni fyrir í salnum mikla, sem er allur
útmálaður með myndum úr frægðarsögu Fer.eyja, sat
blómi aðalsins á leynifundi. En múgurinn. sem ólgaði
framhjá hinum gildu stoðum hallarinnar öldnu, virtist
bíða þess með óþolinmæði að heyra niðurstöðu ráðstefn-
unnar. I hvert sinn sem glitti í einhvern höfðingjann um
glugga, þá kvað við muldur um þyrpinguna, allir bentu og
störðu eins og þeir ættu þess von á hverju augnabliki, að
kveðinn yrði upp dómurinn yfir afbrotamanninum, þó að
ófundinn væri.
Andrea, sem hafði reikað um torgið einn síns liðs,
tók nú líka stefnu á hertogahöllina og leit á leiðinni inn
í Markúsarkirkjuna, en þar var troðfullt af fólki, sem
hlýddi prédikun, Því næst ruddist hann að súlunum tveim-
ur og stóð í drungalegum hugsunum við hafnarbakkann,
en þar var hver gondállinn við annan úti á síki, og glamp-
aði af stálslegnum stefnum þeirra, í hvert sinn, er þeir