Jörð - 01.09.1932, Page 203
Jörð] JÓLAVEIZLA HJÁ JÓNASI LIE 201
sneru sér eitthvað. Þar voru tyrkneskir vefjarhettir,
rauðar, grískar kollhúfur, þríhyrndir hattar og hvítaðar
hárkollur, en allskyns tunguraál blönduðust saman og til-
breytingalaus köll róðrarmanna gerðu jafnvel blindum
manni skiljanlegt, að hér var Stórasíki Feneyjaborgar.
Opinn síkjabátur leið framhjá, róinn af tveimur
þjónum glæsilega búnum; en hefðarkona lá letilega á hæg-
indunum með hönd undir kinn. Það blikaði á stórefli^
demantshring innan um rauðleitt hárið; hún hafði augun
fest á ungum manni, er sat andspænis henni og talaði við
hana í ákafa. Hún lyfti nú höfðinu og leit drembilega á
múginn uppi á hafnarbakkanum. Þetta er greifynjan gló-
hærða, heyrði Andrea fólk segja; en hann þurfti ekki
umsagnar annara við. Hann hafði hrokkið saman og snú-
ið sér undan eins og hann hefði séð eitthvað ógeðslegt.
1 sömu svipan rakst hann á kunnugt andlit, sem kinkaði
sér kunnuglega framan í hann. Samúele hafði staðið á bak
við hann. (Frh.).
---o----
Jólaveizla hjá Jónasi Lie.
Eftir K a r 1 K o n o w.
(Listmnlari norskur og rithöíundur heitir Karl
Ivonow. Hefir hann verið langdvölum erlendis og
kynnst þar allnáið ýmsum stórfrægum löndum sin-
um, s. s. Jónasi Lic, Edvard Grieg1) o.fl.Eftirfarandi
frásögn er brot úr endurminningum lians um þcssa
menn báða, frá Parísardvöl þeirra).
AÐ var ekki hægt að þekkja Jónas Lie, þennan sér-
kennilega mann, eftir stutta viðkynningu. Eftir náin
kynni, ár eftir ár, skildu menn fyrst mikilúðugan per-
x) Frb. gríg (hart ,,g“)-