Jörð - 01.09.1932, Síða 204
202 JÓLAVEIZLA HJÁ JÓNASI LIE [Jörð
sónuleik hans, enda var hann, þrátt fyrir alúðina, fremur
seintekinn.
Fyrsta veturinn, sem við dvöldum báðir í París,
hittumst við að vísu oft, en þó einungis í gildum og' í fjöl-
menni. Ég varð honum þá bara málkunnugur, og í skraf-
inu í gildum þessum skar tal hans oft mjög úr: leiftraði
af andríki, ef hann vildi það við hafa. Ég gerði mér þá
fljótt í hugarlund, að Jónas Lie myndi vaxa við viðkynn-
inguna. — Síðar kynntist ég Jónasi Lie nánar á heimili
hans. Það var líka í París, þar sem hann var þá búsettur.
Og þá varð þessi trú mín að vissu. Mér og fleirum, sem
komum þar, — en það voru helzt listamenn, — þótti það
ekki einungis ánægjulegt og gagnlegt; því voru líka sam-
fara einskonar töfrar: návist við mikinn anda, návist
við list; en listir tignuðum við öll.
Það væri nógu gaman að lýsa einhverjum af þeim
merkisdögum, er við vorum gestir hjá Jónasi Lie. Því að
þeir voru allir merkir að meira eða minna leyti. Það er
að vísu farið að fyrnast yfir margt, sem þá bar við; lang-
ur tími sveipar jafnvel móðu yfir endurminningar vorar
um stórviðburðina. — En enn er mér glöggt í minni sá
ágætasti þessara daga. Það var aðfangadagurinn 1889,
aðfangadagskvöldið mikla, eins og Jónas Lie kallaði það
einu sinni síðar.
Það voru margir gestir það kvöld á heimilinu, allt
að 30 eða fleiri. Okkur var öllum boðið til kvöldverðar,
og við máttum vera þar alla jólanóttina, ef við vildum.
Vafalaust hafa allir gestirnir hlakkað til þessa aðfanga-
dagskvölds. Sjaldan langar mann, sem dvelur í framandi
landi, eins til að koma á heimlli og einmitt um jólin. Og
nú var okkur ekki einungis boðið á heimili, heldur þar á
ofan til sjálfs heimilaskáldsins. Allir gestirnir komú með
eftirvæntingu mikilli og voru fyrst um sinn bæði dálítið
hátíðlegir og óframfærnir; þeim fannst svo einkennilegt,
að þennan dag var aðfangadagskvöld og að þeir voru
svo margir staddir þama. — Menn stóðu í smáhópum.
Nína Grieg og Edvard Grieg komu held ég síðust. Þá
var okkur boðið til borðhalds. Hið stóra matborð var hið