Jörð - 01.09.1932, Síða 205
(Jörð] JÓLAVEIZLA HJÁ JÓNASI LIE 203
glæsilegasta og höfðu allir sæti við það. Frú Thomasína
Lie og Jónas Lie sátu við annan borðendann. Húsfreyja
bað afsökunar á því, að það voru bara veittir kaldir rétt-
ir. „Vinnukonan okkar á að eiga um frjálst höfuð að
strjúka á sjálft aðfangadagskvöldið, eins og aðrir“, sagði
hún, „og þar af leiðandi er heitum réttum sleppt“. Ég
held, að enginn okkar hefði heldur kosið heita rétti. Það
var hátíð við borðið frá upphafi, og norska ákavítið, sem
Jónas Lie hafði grafið upp — hamingjan veit hvar —
bragðaðist afar vel og færði okkur öllum kveðju frá Nor-
egi. Það er dálítið einkennilegt, en það er svo, að það þarf
jólafull til að skapa réttan hátíðabrag á jólunum. — Það
var borðað og masað, mælt fyrir minnum og drukkin
minni og 'nú varð hófsamleg ölteiti og mesta fjör. Glað-
astur allra var Jónas Lie og kona hans. „Eruð þér með
hugann við jólin á prestssetrinu, hjá foreldrum yðar“?
sagði Jónas Lie, er hann drakk mér til. En þarna var eng-
inn annarshugar; það hefði ekki verið hægðarleikur að
láta sér leiðast þar. — Loksins vorum við búin að gera
matnum skil og skyldum við þá bera glös og matarílát
fram í eldhúsið. Vinnukonan átti ekki að mæðast ein í
því; við urðum að gjöra svo vel og gera það sjálfir —
boðsgestirnir —. Þá óx kætin um helming. Heil halarófa
af fólki, sem var óslitin frá borðstofu til eldhúss, bar eða
rétti matarílátin og nokkrir þóu upp. Innan skamms
höfðum við því breytt borðstofuni í setustofu, sem var
mjög viðfeldin, þótt þar væri ekki íburður í neinum hlut-
um. — Þá var komið að aðalskemmtuninni: jólatrésvið-
höfninni. Eins og allt gamalvenjufólk, höfðu Lieshjónin
gamla siði — jólasiði — á aðfangadagskvöldum. Og jóla-
söngvarnir voru sungnir, en á meðan kveikt var á jóla-
trénu, stóðum við gestirnir fyrir utan, eins og forvitin
böm og biðum gleðistundarinnar. Þegar dymar voru opn-
aðar, þustu „börnin“ inn; Edvard Grieg, tauganæmur og
tilhlökkunarsemin sjálf, de Greef1), snortinn og með hug-
ann óskertan við líðandi stund, og svo við hin — öll full
J) Belgiskur píanóleikari og tónskáld.