Jörð - 01.09.1932, Side 206
204 JÓLAVEIZLA HJÁ JÓNASI LIE [Jörð
eftirvæntingar. Gjafa væntum við ekki, er við vorum svo
mörg, en við bjuggumst við einhverjum glaðning. Og
jólatréð, það var ekki neitt afbrugðið öðrum jólatrjám,
þótt það yrði það að vísu í okkar augum, yrði sannarlegt
tré jólanna og tákn jólanna; grænt barrið, tilbúni snjór-
inn, blikið af kertunum — minnti á norsk, hvít jól, undir
heiðum stjömuhimni.
Þá var gjöfum úthlutað, og héngu þær ekki á jóla-
trénu sjálfu. Þar hafði Jónas Lie sinn sið. í einu horni
stofunnar stóð brúða, í fullri mannsstærð. Hún var klædd
í norskan þjóðbúning, og voru pilsin ákaflega víð, en svo
gild var hún, sem hún væri komin á steypirinn. Enginn
okkar gestana vissi fyrir víst, hvað brúðan átti að gefa í
skyn, en við bjuggumst allir við að hún hefði sitt erindi
og táknlega merkingu. — Frú Thomasína gerði ætlunar-
verk tvíbreiðu ungfrúarinnar vitanlegt með því að draga
fyrirtakshluti — gjafirnar — innan úr henni. Því að það
máttu fullkomlega heita gjafir, sem hvert og eitt einasta
okkar fékk. Hverri þessari smágjöf fylgdi rímuð tileink-
un, sem lýsti hlutnum eða gjafþeganum. Ég fékk í minn
hlut tóbakspung og stöku, sem var m. a. um það, að með-
an ég drægi andann, þá myndi ég verða mesta reykinga-
svín. Ég bar Jónasi Lie sjálfum á brýn, að hann hefði sett
saman þessa hnyttnu stöku, en hann afbað sér kurteislega
þann heiður, og hélt að Eiríkur sonur sinn ætti fremur
að verða fyrir honum. Eiríkur gekkst ekki heldur við
stökunni, og varð hún þá að lofa óþekktan meistara.
Nú voru allir búnir að taka gjafirnar upp, skoða þær
og sýna hver öðrum; ánægjan yfir þeim var mikil, en þó
var ekki laust við að sumir hálf færu hjá sér yfir þeim,
enda fannst öllum þeir hafa fengið mun meiri gjafir en
þeir verðskulduðu.
Þá fórum við að ganga í kringum jólatréð og syngja.
Litlu síðar var farið að leika danslög á píanó, og fór þá
hvert mannsbarn að dansa. Sungum við fyrst eftir hljóð-
fallinu og dönsuðum eftir því, en óðara fórum við að
dansa polka og syngja svo hátt, að ekkert heyrðist til