Jörð - 01.09.1932, Page 207
Jörð] JÓLAVEIZLA IIJÁ JÓNASI LIE 205
hljóðfærisins. Var sem við gleymdum að við værum i
París, og dönsuðum nú jafn einfaldlega og værum við í
sveitabrúðkaupi heima í Noregi. Polkinn varð að lokum
verulegur „faldafeykir“. Við þeystumst, dansfólkið, um
öll herbergin út í eldhúsið, um ganginn og þá aftur inn í
setustofuna. Við fórum aðra hringferðina til, og nú lögð-
um við á stað í þá þriðju. Þá heyrum við ailt í einu háan
hljóðfæraslátt innan úr setustofunni. Það var ekki sá
hljóðfærasláttur, sem við höfðum áður heyrt. Þetta voru
dásamlegir hljómar, og fylkingin gekk nú inn þangað,
ekki alllítið hægara, til að fá að vita, hvað um væri að
vera. Við píanóið sátu þá Edvard Grieg og de Greef, og
léku upp úr sér, en höfðu norsk þjóðlög að bakhjalli.
Aldrei á æfi minni hefi ég heyrt ágætari hljómlist. Það
var hljómlist, sem einungis afburðamenn í þeirri grein
geta skapað og túlkað öðrum í sömu andránni, er þeir eru
að marki snortnir; geta túlkað öðrum óendanlega dýrð, án
þess að hafa skrifað staka nótu af hugsýninni niður. Og
þarna sátu listamenn — sjálfsag-t tveir mestu listamenn
Evrópu í sinni listagrein — og veittu af hug og hjarta
því ágætasta, sem þeir gátu skapað, í hrifningu þessarar
stundar.
Við, sem á þennan töfraslag hlustuðum, vorum svo
hljóð, að fyrir okkur hefði mátt heyra flugu anda. Og
töfraslagurinn var langur; ein dásamlega „stemningin“
tók við af annari. Og svo leystist hann að lokum upp í
norska þjóðsöngnum: „Já, vér unnum áa-foldu“, sem við
tókum öll með lotningu undir.
Engum þeirra, sem voru gestir hjá Lieshjónunum,
þetta norska jólakvöld í París, mun hafa úr minni liðið
hljómlistaratriðið þar. Þá hef ég lifað mestu sælustundina
á æfi minni, og get ekki ímyndað mér að ég né aðrir
hefðu til líka getað lifað þvílíka dásemdarstund síðar á
ævinni. Hafmeyjuóð, ljúflingaseið — alla „lyrik“ Noregs
létu þeir Grieg streyma yfir okkur. Og þetta hljómlistar-
atriði er mér sem tákn og ímynd alls þessa jólahófs! Ég
ætla ekki að bera niður pennann, til að lýsa því frekara,