Jörð - 01.09.1932, Page 208
206
FRELSIÐ MIKLA
[Jörð
því að vottur af þeim anda, sem snart okkur þá öll, hann
yrði líka að kvíslast í aðra, ef þeir ættu að geta skilið
það.
Þetta var jólaveizla í París hjá Jónasi Lie.
Einar Guðmundsson, íslenzkaði.
-----o----
f
Utsýn kristins nútíma-
manns yfir samtíð sína.
II.
Frelsið mikla.
(Niðurlag).
^ F Y R R I hluta erindis þessa var reynt að lýsa í til-
tölulega stuttu máli afstöðu bæði Kirkju og „heims“
nú á tímum til frelsis. Hefi ég lýst frelsisboðskap Kirkj-
unnar, rakið í stuttu máli sögu hans og tekið fram, að
allt fram á þenna dag hefir skilningur evangelísku kirkju-
deildanna á frelsisboðskap þeim, er felst í fagnaðarerind-
inu, sízt komizt fram úr skilningi siðbótarmannanna fyr-
ir 4 öldum, er lögðu til höfuðorustu við rómversku kirkj-
una frelsis vegna. Hins vegar gerði ég ljóst, að kalia má,
að svo er nú komið, að þessi kirkjulega frelsisboðun virð-
ist alveg vera að missa tökin á heiminum; — hún snertir
ekki hjarta hans lengur. Heiminum virðist orðið Kirkjan
svara sér út í hött.
Að lokum sló ég því svo föstu sem trú þeirri, er
réyndir kristnir lærisveinar gætu ekki sleppt, án þess að
skerða sig andlega, að frelsis framtíðarinnar hlyti þó eftir
allt saman að vera að leita á vegum Kirkjunnar, svo sann-
arlega sem hún byggir á bjarginu — dýpstu reynslu
mannkynsins um eigið eðli — Jesú Kristi.
KEMUR þá að spurningunni: Hefir „heimurinn"