Jörð - 01.09.1932, Side 209
FRELSIÐ MIKLA
207
Jörð]
algerlega rangt fyrir sér í þessari hamslausu þrá sinni,
þessu óviðráðanlega hugboði sínu um stórkostlega frels-
isaukningu? Ýmislegt bendir til, að svo sé ekki. Sjálfir
hinir „endurleystu" áhangendur Kirkjunnar hafa, margir
hverjir, borið blæ af því, að þeir voru ekki fyllilega eins
endurleystir og þeir héldu; — jafnvel margir, sem lifað
hafa innilegu, barnslegu samlífi við Föðurinn í Himhun-
um, hafa, þrátt fyrir undurhreinan, jafnvel tiginn svip,
ekki verið lausir við einhvern sérkennilegan raunablæ,
meinlætasvip, sem bar þess vott, að eitthvað fagurt,
göfugt, náttúrlegt í fari þeirra væri misskilið og undir-
okað. Líkt er að segja um prédikun ófárra kennimanna
með öllu þeirra tali um „táradali“ og jæssháttar. Vitan-
lega er margt tárið fellt á Jörðinni — en að tala í þeim
tón um tilverusvið, sem Guð hefir skapað, til þess, að
nafn hans helgaðist þar, ríki hans kæmi þar og vilji hans
yrði þar sem á Himni, — það er auðsjáanlega af tak-
markaðra skilningi en sæmir lærisveinum Krists nú á
dögum. Þá má nel'na afstöðu trúaðra manna til málefna
yfirleitt og óhversdagslegra manna. Hefir hún oft borið
svip af einhverskonar hræðslu — hræðslu við „heiminn“,
hræðslu við „holdið“, hræðslu við afdráttarlausa sann-
leiksviðurkenningu í almennum rannsóknum, hræðslu við
nýjar hugsjónir, hræðslu við nýja innsýn í fagnaðarerind-
ið, hræðslu við að hverfa frá gömlum viðteknum vana,
hræðslu um — þótt undarlegt megi virðast — Krist
og fagnaðarerindi hans — — líkt og táplítil móðir,
sem hræðist um barn sitt svo, að hún þorir ekki að sleppa
því undan hendinni á sér út í heiminn. Þarf ekki mörgum
blöðum um það að fletta, hvað hér er horfið langt frá
svip þeim, er auðkennir Nýja Testamentið og líf það,
sem þar er skýrt frá. Því var það, að einhver frumleg-
asti og drengilegasti spekingur 19. aldarinnar, Þjóðverj-
inn Nietsche, komst svo að orði: „Frjálsari verða þeir að
koma mér fyrir sjónir, lærisveinarnir, ef að ég á að taka
trú á frelsara þeirra“. Þessu lík hefir veiáð afstaða
fjölda spekinga, skálda, listamanna og annara stórmenna
í heimi andans, að ekki sé minnst á sæg annara manna.