Jörð - 01.09.1932, Blaðsíða 210
208
FRELSIÐ MIICLA
[Jörö
Af brjóstviti sínu hefir þeim fundizt eitthvað meira en
lítið ábótavant við skilning og boðskap Kirkjunnar á
frelsi — þessu lífslofti mannlegrar tilveru. Af þessari á-
stæðu hefir löngum, en þó aldrei þvílíkt, sem hin síð-
ustu árin, fjöldi hinna betri drengja meðal menntaðra
manna snúið baki við Kirkjunni — hætt að rækja þann
helgidóm frelsis, sem hún hafði byggt á „bjargi ald-
anna“, en reist sér í þess stað frelsishof og hörga utan
þess — án trúar á Jesú Krist; reist þau á sandi — og
þau hafa hrunið og menn orðið undir rústunum. Og mætti
kannské til dæmis nefna enska snillinginn Oscar Wilde1),
sem ritað hefir verið um í „Iðunni“. I>rátt fyrir allar ó-
farir liinna beztu manna byggja menn nú á dögum óðar
en nokkuru sinni áður — stórkostlegri frelsishof en
nokkuru sinni áður. Og það er því líkt, að til þeirra ætli
mestallur almenningur, hinna stóru landa fyrst og hinna
minni svo, að streyma, til að tigna drottin hugboðs síns
eða girnda, frelsið mikla, er þeir telja vera. Það er líkt
og Kirkjan sé í þann veginn að verða alveg aftur úr, menn
séu í þann veginn að venjast almennt á að ganga fram-
hjá henni, án þess að vænta neinnar úrlausnar af liennar
hálfu á þessu brennheita og óumflýjanlega viðfangsefni
nútímans. Sr. Björn Magnússon á Borg skrifaði ágæta
smáhugvekju um allt þetta efni í Strauma fyrir fáum
missirum.
Hefir þá „heimurinn“ á algerlega röngu að standa?
Ég hefi í undangengnu máli gefið í skyn, að svo muni
ekki. Afstöðu Kirkjunnar þarf að athuga betur í þeim til-
gangi, að komast, eftir því sem unnt er, fyrir ræturnar á
veilunni í afstöðu hennar gagnvart frelsi.
V I L ég þá fyrst minna á það, er áðan var sagt um
hræðslutilhneigingu hennar eða hennar manna gagnvart
mörgu, sem hefir fullan náttúrlegan rétt á sér, og viður-
kenningarskort á dásemd hins jarðneska heims og lífs. I
áframhaldi af þeim athugasemdum verður eðlilega fyrir
x) Frb. vææld.