Jörð - 01.09.1932, Side 211
Jörð]
FRELSIÐ MIKLA
209
að benda á ríka tilhneigingu, sem löngum hefir ríkt með
Kirkjunni, innan um og saman við a. m. k., til að þybbast
við nýjum hugsjónum og öðrum nýjungum til lengstu
laga. Svo þegar hugsjónin var orðin óhrekjandi stað-
reynd, hefir Kirkjan oft lýst blessun sinni yfir henni; og
þegar nýjungin var orðin ríkjandi tízka, hefir Kirkjan
stundum látið hana hlutlausa, stundum fallist á hana, en
þó kannske einhverjir af heittrúarstefnu verið nöldrandi.
M. ö. o.: Kirkjan hefir oftar komið fram sem eindreginn
talsmaður íhalds í flestu, meira og minna eindregið. Hef-
ir það að líkindum umfram allt staðið í sambandi við
hi’æðslutilhneiginguna, sem ég minntist á áðan. Er þá þó
alveg litið hjá veraldarhyggju þeirri, sem e. t. v. einkum
hefir borið á í rómversk-kaþólsku kirkjunni, er þó hefir
kannské sjaldnar en hinar evangelísku kirkjudeildir ó-
beinlínis gerzt þerna ókirkjulegs auðvalds, hervalds og
annara ráðandi stefna af ofríkisanda „heimsins“. En svo
að snúið sé sér aftur að hinni aðalorsök óhóflegrar í-
haldssemi Kirkjunnar, hræðslutilhneigingunni, þá er eins
og áðan var tekið fram, fátt fjær anda Nýja Testament-
isins og lífi því, sem þar er skýrt frá. Það væri stórmann-
legra, það væri eðlilegra því liði, sem hefir Jesú Krist að
hertoga, að ryðja sjálft brautir — þroskabrautir mann-
kynsins. Að því leyti, sem Kirkjan blessar eftir á stað-
reyndir, sem hún hefir ekki blessað og barizt fyrir á með-
an þær voru hugsjónir — að svo miklu leyti er varla
unnt að hugsa sér, að hún fylgi Jesú Kristi. Almennings-
álitinu fylgir hún þá, og — aldeyfunni.
Þannig er bæði margt og mikið, sem bendir til þess,
að það sé vegna skorts á skilningi og dáð hjá Kirkjunni
sjálfri, að alþýða sem andans menn nútímans er í þann
veginn að missa trúna á, að frelsisins mikla, sem er hin
ólgandi, hamslausa krafa vorra daga, sé að vænta í Jesú
Kristi og fagnaðarerindi hans. „Yðar vegna er nafnið
lastað meðal heiðingjanna".
TI L þess að fá fullvissu í þessu efni er ki’istnum
lærisveini auðvitað ekki nema einn vegur: Spyrja Drottin
14