Jörð - 01.09.1932, Page 212
210
FRELSIÐ MIKI.A
| J örð
sinn og Meistara sjálfan. Leita úrskurðar á málefninu
með lestri guðspjallanna í bæn og íhugun og fullkominni
auðsveipni í hjarta, reiðubúinn til að sleppa öllum eldri
skoðunum, hversu kærar og viðurkenndar, sem þær
kynnu að vera. Það verður alls eina ráðið. Þetta hefi ég,
er stend frammi fyrir yður, kærir áheyrendur, leitast við
að gera nokkur undanfarin ár. Og ég trúi því, og hefi
fundið þrótt og mikla gleði í þeirri trú, að Drottinn vor
og Meistari Jesús Kristur sé sjálfur í fararbroddi fram-
sóknar mannsandans og ætlist til, að lærisveinar sínir
fylgi sér fast; — og sé þar einmitt lögð höfuðáherzla á
frelsið — einna næst kærleikanum. Allt Nýja Testament-
ið ber vott um hugumstórt hjarta, sem ann frelsinu,
trúir á frelsið og berst fyrir frelsinu — heitt og af afli.
Og það er blindur maður, sem ekki sér og skilur, að það
er Jesús Kristur sjálfur, sem er lífið í þessu liugumstóra
frelsishjarta. Allur svipurinn yfir honum ber þess ljósan
vottinn. Mörg orð hans og atgerðir lúta beinlínis að því.
Þegar guðspjöllin eru lesin hleypidómalaust, frjálsmann-
lega, en með auðsveipni lærisveinsins, sem fellt hefir hug
sinn allan til meistarans, þá fer varla hjá því, að hjarta
hans fyllist fagnandi fullnægju, sem venjulegur boðskap-
ur Kirkjunnar hefir ekki megnað að veita.
Musterið, sem Kirkjan hefir reist mannlegu frelsi,
er að vísu reist á fjallinu, sem ekki bilar, hinum sanna
manni, — en það er ófullgert; til þess að gera lágreist
enn. Jesús Kristur gerði teikninguna af húsinu. Frum-
kristnin vann undirstöðuverk — hún hlóð grunninn. Forn-
kirkjan hefir kannske byggt eina hæð á þann grunn; og
get ég þó ekki sagt, að ég viti það; vantar þekkingu. Hitt
tel ég mig vita með vissu, að siðbótin, sem kennd er við
Lúther, bætti hæð við. Og nú er tíminn fullnaður til, að
bæta við einni hæð enn í frelsismusteri mannlegs anda
og félagslífs. Það eru lærisveinar Jesú Krists á 20. öld-
inni, sem hlotið hafa köllun Drottins síns og Meistara til
þess. Þörfin mikla, þrá heimsins — er röddin hans.
„Hungraður var é g ... í fangelsi var é g“, eru orð hans,
eins og þér kannist við. Og Kirkjan er í raun og veru