Jörð - 01.09.1932, Blaðsíða 213
Jörð]
FRELSIÐ MIKLA
211
tekin að leggja við hlustirnar. Fjöldi af kennimönnum
hennav hefir orðið snortinn í hjarta af kalli þjóðanna —
enda ómað strengur með í eigin brjósti. 0g þeir hafa
gert þetta, er ég gat um áðan, sem eina ráðið: Þeir hafa
sezt við fætur Meistara síns og Drottins og beðið hann
úrlausnar á þessu mikla vandamáli; beðið hann upplýs-
ingar um eigið hjarta. Þeir hafa leitað af þrá og einlægni.
Skyldu þeir þá ekki hafa fundið? Skyldu þeir hafa leitað
af öllu hjarta til Jesú Krists um úrlausn — og hlotið
reginvillu að launum?!
Aðalinnihald upplýsingarinnar, sem æ fleiri læri-
sveinar Jesú Krásts eru að öðlast nú á dögum, er:
Aukning skilningsins á, að allt, sem Guð hefir
skapað og áskapað, er harla gott, enda
með íbúandi hæfileika til helgunar; m. ö,
o. að heilbrigð náttúra er í sérhverri
grein harla góð og á því heilaganréttá
s é r — með enn öðrum orðum: aukin trú á sannleika og
iíf.
Ég minnist þess, að nýguðfræðingarnir, er ritað
höfðu skýringar við Nýja Testamentið er lesnar voru í
guðfræðideild háskóla vors, er ég var þar, töldu orð Jesú
um að „s n ú a v i ð o g v e r ð a e i n s og börnin“ að
nokkru leyti óskiljanleg. Þeir voru líka 19. aldar menn að
menntun og hugsunarhætti. 20. aldar manni, sem er ein-
lægur lærisveinn Krists, liggur boðskapur orða þessara
miklu fremur í augum uppi; — og hjarta hans fagnar
meira en orð fá lýst nýrri, sérkennilegri, en þó svo nátt-
úrlegri gleði. Því — hvað er það að „snúa aftur og verða
eins og börnin“?
Það er að h v e r f a a f t u r t i 1 náttúrunnar í
hvívetna; þeirrar náttúru, sem Guð hefir skapað og á-
skapað og er harla góð. Það þýðir að vera eðli sínu trúr,
hinum hljóðu röddum innra með sér; það ]?ýðii* að treysta
hjarta sínu; ]?að þýðir að láta hræðslu ráða engu um
gerðir sínar; það þýðir að treysta Föðurnum þar, sem
eigin skilningur nær helzti skamt — Föðurnum opin-
beruðum í Jesú Kristi, sem hvert barnið finnur hiklaust,
14*