Jörð - 01.09.1932, Side 214
212
FRELSIÐ MIKLA
[Jörð
að er sannastur manna og óhætt að treysta. í börnunum
sjáum vér mannlega náttúru tiltölulega óspjallaða. Þau
eru eðli sínu og persónuleik trú; treysta hjarta sínu.
Þess vegna má segja, að innsti kjarni aðferðar fagnaðar-
erindisins sé þetta: að snúavið ogverða eins og
b ö r n i n. Þess vegna fullnægir fagnaðarerindið, rétt
skilið, mannlegu hjarta í sérhverju tilliti; þess vegna
er ekki unnt að öðlast fullnægju utan
Krists. Þess vegna er hann bjargið, bjarg
reynslunnar, sem ekki ertil neins að ætla
sér að byggja utan við, hvort heldur er
frelsismusteri eða annað. Því hann er hinn
sanni maður, innsta opinberun lífsins og lögmáls þess.
Og hann vinnur hjarta allra góðra drengja, sem leita
hleypidómalaust kynningar við hann, en æ vaxandi traust
þeirra, sem þora og nenna að beita aðferðum hans og
leggja allt undir.
Lærisveininn, sem gegnum elsku og auðsveipni
kemst til trúar (sbr. Jóh. 14,21.), leiðir hann þá fyrst til
Föður þeirra, sem er í Himnunum, því að sú er innsta
þörfin og þráin, hvort sem menn vita af því eða ekki. I
samfélagi Föðurins öðlast menn fyrirgefningu syndar-
innar og helgun, m. ö. o. fullan alhliða mannlegan þroska
í fullu frjálsræði. En ekki er nema eðlilegt, að skiiningur
á, hvað þetta felur í sér, fari vaxandi eftir því, sem tím-
ar líða og almenn upplýsing vex. Og eins og önnur fram-
þróun gerist upplýsing þessi ekki smátt og smátt stórt
á litið, heldur miklu fremur í stökkum, sem undirbúist
hafa smátt og smátt. Því varð á tiltölulega skömmum
tíma siðbót sú, sem kennd er við Lúther. Og þ v í e r
komið að nýrri siðbót nú.
Kirkjunnar verk verður siðbót 20. aldarinnar, þrátt
fyrir allt. En hinar árangurslausu tilraunir þeirra, sem
byggðu á sandinum, eru enganveginn lítils virði. Þær
voru margar gerðar af einlægni og skarpskyggni gagn-
vart atriðum, sem voru misskilin og vanrækt af Kirkj-
unni og hafa því leitt til margvíslegrar upplýsingar, sem