Jörð - 01.09.1932, Side 215
FRELSIÐ MIKLA
213
Jörð]
kirkja 20. aldarinnar mun nota sér, þegar hún bætir
næstu hæð ofan á frelsismusterið á fjallinu helga.
E IN S og Kirkjan hefir fram að þessu flutt frelsis-
boðskapinn, hefir hann mikið til verið neikvæður. Manns-
hjartað verður ekki mettað með því einu að hreinsa það.
Það verður meira að segja ekki mettað með því einu að
fylla það bæn, samlífi við Föðurinn, leiði þetta samlíf
ekki til kærleiksathafna gagnvart mönnum og málleys-
ingjum. Og það verður meira að segja ekki mettað með
því einu að vera þrungið kærleika til náungans. Ki'istur
hefir aldrei kennt að vér ættum að elska náungann meira
en sjálf oss, heldur eins og sjálf oss. Vér eigum m. ö. o.
að elska oss sjálf. Meinlætamenn hinna fyrri alda, mein-
lætamenn kaþólskrar kirkju, þröngsýnismenn hinna
evangelísku kirkjudeilda, Búddhatrúar- og Brahmatrúar-
menn og ofstækismenn meðal Múhameðstrúarmanna,
líta svo á, að nauðsynlegt sé að hata sjálfan sig. sál sína
og líkama, reyna að murka lífið úr öllum eðlilegum til-
hneigingum, misþyrma líkama og sál og meta sem sorp.
Þetta eða þvílíkt hefir Jesús Kristur aldrei boðað, heldur
nákvæmlega hið gagnstæða. Hann hefir kennt oss að líta
á allt, sem Guð hefir skapað og áskapað, allt sem er heil-
brigðar náttúru, sem harla gott. Sjálf oss eigum vér að
elska; og með því einu sýnum vér sjálfum oss skynsam-
lega elsku, að vér ræktum allt í fari voru, sem er náttúr-
legt, heilbrigt; ræktum efni það, er Skaparinn hefir lagt
oss upp í hendurnar; ræktum það með tilsögn Jesú Krists
hins sanna manns, er blessar börnin — heilbrigða náttúr-
una. Full endurlausn er lausn allra náttúrlegra eigin-
leika mannsins úr álögum, viðjum girnda, vanþekkingar,
vana, hræsni og ofbeldis — í stuttu máli: syndar. Sú
endurlausn veitir frelsið mikla, látlausa ræktun, þróun og
notkun allra náttúrlegra hæfileika, sem Skaparinn hefir
gætt manninn. Það er þetta, sem hver einasti maður þráir
innst inni fyrir, vitandi og óvitandi. Þráin sú er það, þeg-
ar allt kemur til alls, sem rekið hefir einsetu- og aðra
meinlætamenn út á villigötur. Þeir áttu mikla einlægni til