Jörð - 01.09.1932, Side 216
214
FRELSIÐ MIIÍLA
[Jörð
að bera, og er það að vísu fyrir mestu. Þeir voru „fullir
vandlætis Guðs vegna, en ekki með skynsemd“, eins og
Páll postuli segir í Rómverjabréfinu um Gyðinga. Þá
skorti á upplýsingu, skilning á frelsisboðskap fagnaðar-
erindisins. Og þeir fluttu, ásamt áhangendum sínum,
bræðrum sínum og systrum boðskap um táradal og köll-
uðu — gleðiboðskap Jesú Krists. Vér skulum ekki lá
þeim. Minnast skulum vér þakklátlega pilagTÍmanna, sem
leituðu líkt og Móse landsins, en fundu ekki — og hafa
með því óbeint hjálpað öðrum í leit þeirra — hjálpað
kristinni kirkju 20. aldarinar til að sjá það almennt, sem
ekki höfðu áður séð aðrir en hinir mestu andar í læri-
sveinahópi Jesú Krists; menn, er svo að segja engir
skildu um aldir; en þeirra fremstur er Páll postuli, sem
einmitt hefir átt sérstaklega mögnuðum misskilningi að
mæta hjá ýmsum forvígismönnum hins nýja tíma.
„Því að þrá Skepnunnar (þ. e. a. s. náttúrunnar)
bíður eftir opinberun sona Guðs. Því að Skepnan er
undirorpin hégómanum, ekki sjálfviljug, heldur vegna
hans, sem varp henni undir hann í von um, að jafnvel
sjálf Skepnan muni verða leyst úr ánauð forgengileik-
ans til dýrðarfrelsis barna Guðs. Því að vér vitum, að öll
Skepnan stynur líka og hefir fæðingarhríðir allt til þessa.
En ekki einungis hún, heldur og vér, sem höfum frum-
gróða andans, jafnvel vér stynjum með sjálfum oss, bíð-
andi eftir sonarkosningunni, endurlausn líkama vors“.
Þessi orð Páls í 8. kap. Rómverjabréfsins eru stói-fengleg
táknmynd þess, sem hér er af veikum mætti veríð að
reyna að lýsa berum orðum. Hvað er endurlausnin? Ilvað
er lausnin frá synd — annað en það, að rutt er úr vegi
öllu, sem stendur kærleika og frelsi fyrir þrifum — kær-
leika og frelsi, þessum tveimur þáttum, sem gervallt nátt-
úrlegt líf er tvinnað úr, er það hefir náð fullkomnun. Full-
komnun þessi er að vísu himnaríki. En — hefir oss ekki
verið kennt að biðja?: „Helgist nafn þitt, komi ríki þitt,
verði vilji þinn svo á Jörðu sem á Himni". Eig-
um vér þá ekki einnig að t r ú a á þetta — hafa trú á, að
Faðirinn muni í raun og veru leiða það í framkvæmd, ef