Jörð - 01.09.1932, Side 217
FRELSIÐ MIKLA
215
Jörð]
að honum er treyst, Jesú Kristi og fagnaðarerindi hans
trúað? Útsýn kristins nútímamanns yfir samtíð sína fær-
ir honum heim sanninn um, að það er hans eiginn tími,
sem kallið mikla er til komið. Yður finnst það e. t. v. lítt
trúlegt, áheyrendur mínir, þrátt fyrir röksemdir ræðu
þessarar og aðra vitneskju yðar, er kynni að virðast
benda í svipaða átt. Yður l'innst allt svo hversdagslegt í
andlegu tilliti, líkt og verið hafi alltaf áður. En — vitið
þér ekki, að fram að tilteknum degi er konan ein og þó
ekki ein, því að næsta dag hefir hún alið barn? Nútíminn
er sem þunguð kona. Hann er sem kona með fæðingar-
hríðir. Síðan á dögum Jesú frá Nazaret hefir mannkynið
verið sem þunguð kona. Síðan á dögum siðbótarinnar hef-
ir það verið með fæðingarhríðir, Síðan á dögum stjórnar-
byltingarinnar miklu, sem svo er nefnd, hefir það verið
með hljóðum; stéttabarátta, styrjaldir, stj órnarbyltingar
eru hljóðin hennar. Og nú eftir styrjöldina miklu, á tímum
ráðaleysisins, taumleysisins, trúleysisins, auðvaldsins og
bolsj evismans — nú er runnin upp sú stund, að hún á að
rembast. Því barnið er í burðarliðnum — h i m n a r í k i
er í nánd---------trúið fagnaðarerindinu!
... Hafið þér ekki heyrt þau orð áður? Jú — þér vitið,
að þau eru ekki mín, heldur Jesú Krists. Bræður mínir
og systur! Ég get auðvitað ekki með ræðu þessari sann-
fært yður um, að kynslóð vorra daga eigi undangengn-
um öldum fremur að taka til sín þessi orð Jesú. En ef
að mér tekst yfirleitt að vekja að nokkuru eftirtekt yðar,
svo að þér eftirleiðis vitið, að boðskapur þessi er flutt-
ur af æ fleiri Kirkjunnar þjónum nú á dögum með æ vax-
andi sannfæringarafli — ef að mér tekst að vekja athygli
yðar svo, að þér reynið framvegis sjálf að gefa þessu
gætur — þá hefir þessi langa ræða ekki orðið til einskis.
„Gætið að sprotum fíkjutrésins; þegar þeir taka að mýkj-
ast, þá vitið þér, að sumarið er í nánd“. Þér kannist vænt-
anlega öll við orð þessi og vitið, hver þau mælti. Þér,
sem kannist við þetta, þér lesið fréttablöð og tímarit og
jafnvel bækur, er sýna nýja tímann — eins og ég minnt-
ist á fyr í ræðu þessari. Og þér hafið nú meira að segja,