Jörð - 01.09.1932, Side 218
216
FRELSIÐ MIKLA
[Jörð
mörg’ yðar, orðið víðvarpsviðtæki heima hjá yður Þér
hafið sannarlega talsverð tækifæri til að, að gefa gaum að
„sprotum fíkjutrésins".
Það er eðlilegt að konan sé í barnsnauð. Læknirinn
er ekki kvaddur til; en lærisveinar hans þeir, sem sjáandi
eru og hafa ekki af misskilningi látið trúarbrögð sín kæfa
eða bæla heilbrigt brjóstvit —, þeir verða að leggja sig
alla fram um, að læknirinn verði sóttur. Mun þá konan
léttari verða og fæðast frelsið mikla — endurlausn mann-
kynsins alls — himnaríki á Jörð.
Lærisveinar Krists, þeir sem sjáandi eiu á efni þessi,
vita hvert ráð Kristur kennir við meinsemdunum miklu
vorra daga, hvert ráð til komu guðsríkisins. Það er ekki
lítilmannlegt hræðslukennt íhald (þér gáið þess, áheyr-
endur góðir, að ég er ekki að tala um flokkapólitík); það
er heldur ekki bolaíhald þrekmannsins þröngsýna •— það
er alls ekkert íhald. Það er framsókn, frelsi; það er auð-
sveipni í öllum greinum við heilbrigða náttúruna, sem
Guð hefir skapað og áskapaö. Það væri óðs manns æði, að
ætla sér að stífla frelsisstrauminn, sem nú er að brjót-
ast fram. Allir Krists lærisveinar verða einmitt að hjálpa
honum til framrásar — hjálpa til eftir megni, að hann
i'ari fram um vegu fagnaðarerindisins.
Yður finnst nú e. t. v., áheyrendur mínir, að yður
komi ]ætta lítið við — því að fyrst og fremst sé ísland af-
skekkt land og fámennt og mikið til utan við allt þetta
— og í öðru lagi séu afskekktari sveitir landsins alveg
lausar við margbrotið frelsisbrölt hinna stóru landa.
Finnst yður nú í raun og veru þetta, áheyrendur mínir?
Ilefir yður eigi þótt bera til muna á aukningu sjálfræðis-
anda og þessháttar hér heima fyrir á síðari árum? Þurfið
þér annars en að minnast allra samgöngubótanna, þar
með talin blöð og víðvarp; þar með talin Alþýðubókin
hans Kiljans og bækur Maríu Stopes um hjónaástir, svo
að fáein af nýrri dæmunum séu nefnd;—haldið þér íraun
og veru að ísland — haldið þér byggðarlag yðar verði
lengi úr þessu, að kalla ósnortið? Ekki hefi ég trú á þvi.
Og ég óska þess ekki heldur. Því nýi tíminn á rétt á sér;