Jörð - 01.09.1932, Blaðsíða 219
Jörð]
FRELSIÐ MIKLA
217
hann verður að koma, og hann hlýtur að koma. Því er
svo óumræðilega mikils um vert, að „sá dagur komi ekki
yfir oss, sem þjófur á nóttu“, heldur sem vinur á degi
— í nafni Jesú Krists.
En ekki nóg með það. Þér hafið náungaskyldum að
gegna í þessu efni. Vegna hinna geysilegu framfara síð-
ustu aratuga í verklegum og félagslegum efnum til fram-
leiðslu, viðskifta og nautnar er allt mannkynið komið í
æ innilegri samábyrgð. íslenzka þjóðin á að vera frið-
flytjandi í heiminum. Hún á að bera frelsinu mikla vitni;
vegna gáfna, smæðar og einangrunar, sögu, landshátta og
eðliserfða mun hún flestum ef ekki öllum þjóðum hæfari
til að gera stórmannlegar tilraunir og ganga á undan. En
hvernig fengi hún það, ef að eigi hefði hver byggð hug á
að láta ekki standa á sér? Eða hafið þér eigi samþykkt
skírn yðar — skráninguna í her Jesú Krists?
„S N Ú IÐ við og verðið eins og börnin“. Heilbrigð
niannleg náttúra á aftur að verða drottnandi í yður, líkt
og var á meðan þér voruð börn — aðeins með þeim mis-
mun, sem af fullþroska, þekkingu, menntun leiðir. I öll-
um greinum á maðurinn að leita hispurslaust og innilega
heilbrigðrar náttúru sinnar, sem í meginþáttum er al-
menns eðlis, en að sumu leyti sérkennileg fyrir hvern ein-
stakan — en lífrænt og menntað samband hvors tveggja
er persónuleikinn.
Þetta er frelsið mikla, sem framundan er. í nafni þess
mun félagslíf sem einkalíf umskapast. Mun þess gæta í
stóru sem smáu — en hið smáa verður stórt, ef ekki
stærra en stórt, þegar margt kemur saman.
Þj óðernislegri kúgun mun aflétt verða; trúarlegri
hræðslu mun aflétt verða, því „ótti er ekki í elskunni,
heldur útrekur fullkomin elska óttann“, segir í I. Jóhann-
esarbréfi. Hverskonar félagslíf sem einkalíf mun leysast
úr læðingi; hernaðarkúgun, auðvaldskúgun og bolsje-
vikkakúgun detta úr sögunni; ástalíf og heimilislíf full-
komnast í sjálfsafneitun og þrótti, fegurð og blessun;
heilsufarsmál sálar og líkama komast í hásæti; ófrelsi fá-