Jörð - 01.09.1932, Page 220
218
FAGNAÐARERINDIÐ
[ JÖl'ð
tæktarinar upprætt; samlífið við náttúru landsins verða
náið og frjófgandi.Þá munu menn fá óáreittir af heimsku-
hlátrum náunganna að vera persónuleik sínum og per-
sónulegum þörfum trúir. Messíasarríkið er runnið upp.
ÁHEYRENDUR mínir! Yður finnst, þykir mér
líklegt, ég vera kominn alveg upp í skýin. Kannské orð
mín sum hin seinustu séu fullstór — en-var það ég
sem sagði: „Tíminn er fullnaður, himnaríkið er nálægt;
takið sinnaskiftum og trúið fagnaðarboðskapnum“. Var
það ég sem sagði: „Nema þér snúið við og verðið eins og
börnin, komist þér alls ekki í himnaríkið“. Ilefi ég skáld-
að hinar einstöku ástæður 20. aldarinnar?
Þér vitið allt um þetta. Trúið þá á frelsið mikla, sem
er óhjákvæmileg afleiðing sameiningar hinnar miklu og
sívaxandi, almennu menningar og fagnaðarerindisins í
Jesú Kristi. Trúið á frelsið mikla, sem gera mun að dýr-
legum veruleika bænina: „Helgist nafn þitt, komi ríki
þitt, verði vilji þinn svo á Jörðu sem á Himni“ — sé
Jesús Kristur, hinn landlausi herkonungur lífs og sann-
leika, til konungs tekinn af mannfélögum sem mönnum.
Takið sinnaskiftum. Trúið gleðiboðskapnum
----o----
Fag*naðarerindið
og „trúin á samfélagið“.
S í Ð A S T A hefti „Iðunnar“, 1931, er mjög athyglis-
verð ritgerð með ofanskráðri fyrirsögn. Er þar boð-
uð „ný trú“, sem á að vera betur við hæfi framtíðarinnar
en fagnaðarerindi Jesú Krists, og nefnd trúin á sam-
f é 1 a g i ð. Og sýnist oss að vísu vera Kommúnistatrúin,
aðgengilegar fram sett fyrir allan fjöldann en oft vill
verða, enda að vísu ekki fyllilega einarðlega eða glöggt í