Jörð - 01.09.1932, Side 221
FAGNAÐARERINDIÐ
219
Jðrð]
því atriðinu, er ílesta fælir frá: ofbeldinu eða hinni svo-
nefndu „byltingu“.
Annars ber ritgerðin víða með sér svo mikla sið-
ferðislega og trúarlega alvöru, að hún hlýtui', finnst oss,
að vekja hvern einlægan dreng til endurnýjaðrar og al-
varlegrar umhugsunar um trú og nauðsyn vorra tíma.
Að eins er einn áberandi galli á trúboði þessu: lesandinn
veit sem sé ekki með vissu, hvar þessi „ég“ er, sem trúna
boðar: hvort hann er Á. H., m. ö. o. ritstjóri „Iðunnar“,
eða hvort hann er útlendingur, er dylst undir gervinafn-
inu „3implex“. Svo hlálega er frá ritgerðinni gengið, að
þessu leyti, að þó að Á. H. sé talinn fyrir henni í efnis-
skrá, þá er ekki hægt að ganga úr skugga um, hvort hann
stendur sjálfur bak við hvert atriði ritgerðarinnar og
trúboðsins. Fyrst um sinn leyfum vér oss að ganga út
frá, að aðallega beri að líta á ritgerð „Iðunnar“ sem þýð-
ingu á athyglisverðri grein fremur en sem persónulegt
trúboð Á. H.
R I T G E R Ð þessi ræðir trúmál vors eigin tírna yf-
irleitt af ótvíræðri einlægni og skilningi á nauðsyn tím-
ans. Ilún gefur því ærið efni til íhugunar, ekki síður sann-
færðum lærisveini Jesú Krists en þeim hinum mörgu al-
vörumönnum nútímans, sem telja sig ekkert verulegt vita
í trúarefnum, enga trú játa. Hinum þræðinum er hún þó,
að hyggju vorri eindregið dæmi almenns misskilnings á
fagnaðarerindinu, og afstöðunnar til þess; misskilnings,
sem er þeim mun afsakanlegri, sem ófáir þeirra, er telja
sjálfa sig öðrum fremur lærisveina Krists, vaða í sömu
villunni: B r e n g 1 a s a m a n trúarbrögðum kristinnar
kirkj u undanfarið, k r i s t i n d ó m i n u m, eins og hann
hefir yfirleitt komið í ljós í Kirkjunni, ogJesú Kristi
sjálfum og fagnaðarerindi hans eins og frá því
er skýrt í Nýja Testamentinu, einkum guðspjöllunum.
En hver er þá munurinn?
Munurinn er sá, að kristindómurinn er meir eða
minna hrein eða blendin tileinkun Kirkjunnar áJesú
Kristi og fagnaðarerindi hans á hverjum tíma. Jesús