Jörð - 01.09.1932, Qupperneq 222
220
FAGNAÐARERINDIÐ
fJöi'ð
Kristur er æ hinn sami, síungur og ófyrnanlegur. Fagn-
aðarerindið sömuleiðis, því að það verður ekki greint frá
höfundi sínum. En kristindómurinn er vitanlega sífelldri
breytingu undir orpinn með því, að hver tími er öðrum
frábrugðinn að þekkingu, þjóðlífi, menningu, sögulegri
undirstöðu og afstöðu. Nú er það vitanlegt, að vor tími
er tími einstakrar hámenningar og einstakra framfara,
litlu síður í æðri þekkingu og menningu en hinum hlut-
rænni atriðum. Þess vegna er það misskilningur, að ætla
sér að dæma um Jesú Krist og fagnaðarerindið út frá
kristindómi, sem er að líða undir lok. Jesús Kristur og
fagnaðarerindið er söguleg staðreynd, sett fram í Nýja
Testamentinu, óhagganlega æ hin sama, hvernig sem
liðnir tímar hafa túlkað hana á ýmsa vegu. Sögulegar
staðreyndir eru skiljanlega óháðar tímalengd. Þessi
stendur þar sem heilög ögrun til allra eftirkomandi alda:
Slíku mannslífi var einu sinni lifað. Svo mikils er manns-
eðlið um komið, þegar það nær laginu á sjálfu sér. Svo
háleitur og víðtækur boðskapur er til; svo innilega sam-
ræmur mannlegu hjarta, mannlegum þörfum. Svo mikill
stórhugur hefir komið fram jafnt í lífi sem kenningu;
stórhugur svo sannur, að lífið sjálft, — og hvílíkt líf!
— var lagt að veði.
Þetta er sú sögulega staðreynd, sem ekki verður litið
fram hjá með skírskotun til takmarkaðs skilnings fyrri
tíma eða með skírskotun til beinnar misnotkunar svo-
nefndra áhangenda, nema með því að reynast sjálfum
sér og þörf heimsins óeinlægur — svíkjast undan að
svara sjálfur uppi hinni heilögu, ófyrnanlegu ögrun, hvað
svo sem aðrir hafa gert.
Kristur og kristindómur eru sitt hvað. Augu Kirkj-
unnar eru óðfluga að opnast fyrir því. Því mun fylgja
tímabær kristindómur; kristindómur, sem er í fararbroddi
hinnar vaxandi menningar.
Hvað er þá Jesús Kristur? Ég tala frá almennu
sjónarmiði. Hann er slíkur drengur, slíkur fullhugi, slíkur
afreksmaður, í því út af fyrir sig að vera maður, að
varla fer hjá því, að hver einlægur maður líti upp til