Jörð - 01.09.1932, Síða 224
222
FAGNAÐARERINDIÐ
[Jörð
alviðurkennt er, að yfirburðamennirnir séu öðrum frem-
ur alþjóðlegir í eðli sínu og áhrifum, þá er Jesús Kristur
það öllum fremur og að trú vorri fullkomlega. Því mann-
legt eðli er raunar eitt um allar jarðir og á öllum tím-
um. Og Jesús Kristur er sannur maður — að trú vorri
hverjum manni sannari.
J e s ú s K r i s t u r e r s j á 1 f u r þ ú í h r e i n-
ræktaðri mynd. Þess vegna er hann drott-
inn þinn. Þess vegna er hann Lausnarinn,
Meistarinn, — Mannssonurinn.
Á B L S. 200 í nefndri Iðunnargrein eru tekin fram
aðalboðorð „trúarinnar á samfélagið“. Þau eru tvö og
hljóða þannig:
1. Breyttu ævinlega samkvæmt því, er samvizka þín
segir þér að gagni samfélaginu bezt.
2. Hagsmunir samfélags, sem er hluti af öðru stærra,
verða ávalt að víkja fyrir hagsmunum heildarsamfélags-
ins.
IJm fyrra boðorðið er það að segja, að á er-
lendum málum myndi það vera nefnt „intellektúalist-
ískt“. Með því er átt við, að það taki ekki tillit til gervalls
hins mannlega, er máli skiftir í því sambandi, heldur sé
sjónarmiðið þrengt frá því, sem náttúrlegt er: tak-
markað að nokkuru leyti við kalda skynsemi. Kærleiks-
boðorð Krists gerir aftur á móti brjóstvitið að
leiðarljósinu, brjóstvitið upplýst af sinni eigin hugsjón,
Kristi, mótað almennri og sérstaklegri þekkingu þess, er
í hlut á. En brjóstvitið er samstilling (hraustra) tilfinn-
inga, og (heilbrigðrar) skynsemi. Er brjóstvit gamalt
íslenzkt orð og skal enginn ætla, að tunga vor hefði fram-
leitt það, stæði ekki veruleiki á bak við. En þann veru-
leika kannast 1. boðorð „trúarinnar á samfélagið“ ekki
við. Skulu nú staðhæfingar þessar skýrðar lítið eitt
nánar.
Þess má þá geta fyrst, að eiginlega er boðorðið al-
veg óframkvæmanlegt. Það tekur sem sé einstaklinginn
alveg sérstaka umhugsun fram yfir hið einfalda og eðli-