Jörð - 01.09.1932, Síða 225
Jörð]
FAGNAÐARERINDIÐ
223
lega, að gera sér þess „ævinlega" grein í smáu sem stóru,
hvað samfélaginu sé fyrir beztu í hverju atriði breytni
hans. Til þess að skera úr um það, svo að á rökum sé
byggt, þarf líka miklu meiri þekkingu á svo að segja öll-
um sköpuðum hlutum, en helzt nokkur maður á ráð á.
Vitanlega er það mest um vert, að samfélaginu verði sér-
hvert atriði breytni hvers manns að sem mestu gagni.
Þess vegna t. d. er Faðirvorið allt í fleirtölu, að það á að
ala lærisveininn upp til samfélagsanda. En það er bara
með engu móti unnt, að hyggju vorri, að gera sér þessa
beina grein í hverju atriði, er fyrir kemur. Stundum
er það að vísu hægur vandi, stundum vinnandi vegur, en
stundum er samband atviksins, sem um er að ræða, svo
óbeint við almenningsþarfir, að engum manni með al-
menna heilbrigða skynsemi í lagi dytti í hug að skoða
málefnið frá því sjónarmiði.
En svo er þess ekki að dyljast, að fyrir geta komið
þau atvik, að „drengskapur“ og almenn „skylda“, „hjai’ta“
og gagn virðast á öndverðum meið. Þá á eftir „1. boðorð-
inu“ að sjálfsögðu það, er s ý n i s t almennt eða gagnlegt
að meta meira en „hjartað“, „drengskapinn“. Svo mun og
ósjaldan, en langt frá því ævinlega. Þá ætti t. d. ást lít-
inn rétt á sér í kvonbænum. Til er sígilt dæmi í bók-
menntunum um þess háttar árekstur. Það er saga guð-
spjallanna um konuna með alabastursbaukinn. „Hvers
vegna seldi hún ekki smyrslin fyrir 300 denara og gaf
fátækum", sögðu „intellelctúálistískir" heiðursmenn, er
viðstaddir voru. Og þeir hneyksluðust. En Jesús tók
skarið af sem málsvari hjartans gagnvart sinásálarlegri,
harðbalalegri nytsemdarhyggju. „Hvar sem fagnaðarer-
indið er boðað“, sagði hann, „mun þess og getið verða,
er hún gerði“. Hér er vitanlega ekki verið að mæla bót
miskunnarlausu munaðarlífi og óhófi og þess háttar. Af-
staða Jesú til slíks er m. a. sýnd í dæmisögunni af ríka
manninum og Lazarus. Heldur er hér verið áð halda fram
rétti náttúrlegs lífs gagnvart ofríki kaldrar skynsemi,
sannleika, er J ó h a n n e s K j a r v a 1 hefir orðað meist-
aralega í bók sinni „G r j ó t“, þannig: „Enginn, sem ekki