Jörð - 01.09.1932, Blaðsíða 226
224
FAGNAÐARERINDIÐ
[Jörð
er fær um að gera eitthvað fyrir hið ósannanlega, er al-
gildur borgari“. (Bls. 26).
„ANNAÐ b o ð o r ð“ „trúarinnar á samfélagið“ er
vitanlega fólgið í kærleiksboðorðinu, að því leyti, að
minni hlutinn hlýtur ávalt samkvæmt því að meta meiri
hlutann meira en sjálfan sig, þegar um árekstur er að
ræða.
Ritgerðin í „Iðunni“ kemur nú að því, er hún telur
einhverja veilustu hlið fagnaðarerindisins, en það sé, að
það standi ráðalaust uppi, þegar minni hluti mannfélags-
ins er svo langt frá því að viðurkenna forgangsrétt meiri
hlutans, að t. d. 15% af mannfélaginu telja sér jafnvel
leyfilegt að fórna eðlilegri hagsæld 85%x) þess fyrir
ekki einungis eðlileg lífsþægindi sín, heldur beinlínis fyr-
ir óhóf sitt og munað — fórna heilsu og hamingju múgs
og margmennis fyrir óhóf eitt og munað. T. t. sé Kirkjan
(þ. e. þeir, sem trúa á Krist) dæmd til að horfa upp á ann-
að eins og það aðgerðalaus, að 4 miljónir Kínverja* 2) deyi
úr hungri og öðrum vesældómi á einu ári, úr því að þeir,
sem efnin hafa, til að koma í veg fyrir það, sldpast ekki
við hinni kristilegu predikun um eilífa skyldu þess að
hjálpa náunga sínum. Þannig sé fagnaðarerindið að vísu
svo fögur kenning, sem hugsast geti, en — vanti í hana
atriði, er geri hana hæfa til að valda raunverulegum
verkefnum lífsins — a. m. k. sumum þeirra. Hversu ör-
lagaþrungin sú vöntun sé í eðli sínu komi t. d. átakanlega
fram og með óumræðilegum þunga í því, að verða að horfa
aðgerðalaus upp á hörmungarnar í Kína.
Það er þá fljótsagt, sem reyndar er þegar óbeinlínis
a) Dæmið um 15% og 85% höfum vér annarsstaðar frá;
skulum og ekkert fullyrða um hvei-su nærri sanni tölurnar
fari. Dæmið um Kínverja er heldur ekki í Iðunnarritgerðinni,
heldur tökum vér það, þvi það er nærtækt og glöggt.
2) Dæmin eru sem sagt ekki úr Iðunnarritgerðinni, heldur
tekin til af oss, til að horfast sem beinast í augu við ásökun
ritgerðarinnar.