Jörð - 01.09.1932, Page 227
Jörð]
FAGNAÐARERINDIÐ
225
tekið fram, að það er óumræðileg lítilsvirðing á kærleiks-
boðorðinu að láta nokkurn mann deyja af hungTÍ eða ann-
ari óeðiileg'ri neyð, verði við því gert, auk heldur 8 mil-
jónir, svo að gizkað sé lauslega á manntjón allra landa
hnattarins af þess konar sökum á síðastliðnu ári. Og það
er langt frá því, að Kirkjan standi ráðþrota eða hafi sam-
kvæmt fagnaðarerindinu nokkurt leyfi til þess, — þegar
hið svonefnda ríkjandi skipulag mannfélagsins stendur í
vegi fyrir því, að „unnt“ sé að veita hjálpina, þó að næg
matvæli séu í sjálfu sér fyrir hendi, næg farartæki til
að flytja þau á, og nægur mannafli atvinnuleysingja til
að vinna að því öllu. Það er ekki fagnaðarerindinu sam-
kvæmt, að „maðurinn sé til hvíldardagsins vegna“, held-
ur hitt, að „hvíldardagurinn er mannsins vegna“. „Skipu-
lag“ sem ekki leysir hlutverk sitt betur af hendi en hið
tiltekna dæmi sýnir, ætti að mega álíta dauðadæmt frá
almennu sjónarmiði. A. m. k. fáum vér ekki séð, að sami
maðurinn geti horft af frjálsmannleik og innilegri auð-
sveipni í augu Drottins og jafnframt játað fyrir honum,
að hann álíti, að ekkert sé unnt að gera í málefni sem
þessu — ómögulegt sé að koma sér niður á, hver eigi að
borga!
„Hafið þér aldrei lesið, hvað Davíð gerði, er honum
lá á, og hann varð sjálfur hungraður og menn hans;
hvernig hann fór inn í guðshús ... og át skoðunarbrauð-
in, sem enginn má eta nema prestamir, og gaf einnig
mönnum sínum?“ (Mk. 2, 25.—26.). Vér látum í þetta
sinn hverjum eftir að skilja þessa kenningu Jesú Krists
samkvæmt því, sem hann er drengur til.
---o----
PANTIÐ söl hjá Eyrbekkinguni, Saurbæing-
um og Hafnfirðingum.
AUKIÐ hænsnaræktina — án þess þó að þenja
yður yfir meira í þvl né öðru, en þér komist
yfir að sýna nákvæma alúð.
15