Jörð - 01.09.1932, Page 228
226
ROKKURSKRAF
[Jörð
Rökknrskraf.
i.
R ÖMVERJAR hinir fomu kölluðu hugsjón sína um
um fegurð og ástir V e n u s; hugsuðu sér hana i
konulíki og töldu gyðju. Eignuðu þeir henni flest, er Hell-
enar sögðu frá Afródíte, ásta- og fegurðargyðju
sinni. Þar á meðal frásögn þá, að hún hafi fengið ofur-
ást á undurfríðum og karlmannlegum unglingi, er A d ó n-
i s nefndist. Tók hann ástum hennar, en undi þó ekki hóg-
lífinu til lengdar, því hann var veiðigarpur mikill. Sleit
hann sig frá henni, þó að hún reyndi að aftra honum,
en lét í þeirri för líf sitt, fyrir villigaltartönnum.
Ýmsir listamenn hafa reynt að sýna á málverki
Venus og Adónis á skilnaðarstundinni; þar á meðal R ú-
bens og Títían, sem eru með mestu málurunum, er
uppi hafa verið. Eftirmynd af Rúbensmyndinni var í
„Jörð“ I., 2.—3.1). Rúbens var belgískur og starfaði fram-
an af 17. öld.
H V 1 L 1 K fegurð! Ilvílíkt ástarævintýri!
En hveitibrauðdagarnir eru liðnir og brúðguminn að
kveðja. Brúður hans vefur hann örmum og biður hann að
dvelja í faðmi sínum; biður hann að vera þar allt af og
fará aldrei frá henni. Hún biður og grætur; húrx beitir
brögðum — friggðarbrögðum; en allt kemur fyrir ekki.
Karlmennskuhugurinn í brjósti hins unga manns er að
vísu skapaður fyrir ástir, en ekki eintómar ástir. Karl-
ír.aðurinn verður að fá sér tært fjallaloft, eftir að hafa
um hríð andað að sér hinunr höfga ilmi rósa. Og eftirleiðis
x) Greinin I. og sú myrnl áttu að íylgjast að, en urðu að-
skildar óvart vegna fjarlægðar ritstj. frá grentsmiðjunni. Vis-
ast nú fil þeirrar myndai'.