Jörð - 01.09.1932, Síða 230
228
RÖKKURSKRAF
[Jörð
arorð skyldu og verðlauna. Þessi tvö orð eru svo saman
ofin að eðli sínu, að hvorugt fær staðist til lengdar án
hins. Án ástar hefði hann örmagnast undir kölluninni.
Án köllunar hefði ást hans örmagnast undir sjálfri sér.
1 ást fæst kraftur til köllunarverksins. í gegningu köll-
unar fæst kraftur til ástalífsins. „Adam“ var gefin bæði
köllun og ást, og hann þekkti gjafir sínar. „Evu“ var
einnig gefin köllun og ást, en hún þekkti ekki nema ást-
ina. Og ekki einu sinni hana þekkti hún. Því hefði hún
þekkt hana, þá hefði hún vitað, að ást fær ekki lifað
nema í hlýðni við köllun. I stað þess sagði hún „ást-
inni allt“, en meinti óafvitandi „mér allt“, og öðlaðist þá
reynslu, að allt gekk henni úr greipum.
„Adamsniðjinn" fær ekki að sofa nema við hlið konu
sinnar, í fangi hennar. Skírlífi þeirra verður ekki bjarg-
að; það, sem átti að vera sál þeirra sunnudagaréttur,
verður að hversdagsgraut. Maðurinn tekur að fyrirlíta
sjálfan sig; hann er ekki lengur hæfur til að vinna að
helgu köllunarverki. Og hann tekur að líta niður á kon-
una sína; ástin er troðin í sorpið. ...
Og maðurinn og konan deildu oft og kölluðu hvort
annað illum nöfnum. Á gamalsaldri skildu þau; en köll-
unin og ástin — þau dóu í faðmlögum — urðu úti, áður
en hjónin voru miðaldra.
FRAMTlÐARKONAN er ekki veikara kerið,
Karl og kona framtíðarinnar eru jöfn, en ekki eins. Þau
lifa hvort um sig alhuga fyrir köllun sína, en njótast
þegar hugir þeirra hneygjast saman. Skjólshús eiga þau
hvort hjá öðru, þegar móti blæs; og verk sín vinna þau
hvort fyrir annars augliti. Þau eru jafnbornir félagar í
öllu.
M Y N D I N „Venus og Adónis“ segir frá hinni æva-
fornu og síendurteknu viðureign konunnar við karlmann-
inn, um að búa ein að honum — ekki að eins ein kvenna,
heldur ein allra og alls. Myndin sýnir konuna sem
keppinaut köllunarinnar. En þó er það ekki þar fyrir,