Jörð - 01.09.1932, Page 231
Jörð]
ROKKURSKRAF
229
að konan sé eini eða versti freistari karlmannsins í því
efni. 1 br j ósti sjálfs hans býr önnur „Venus“, nautna-
og værðartilhneyging, sem berst sífelldri baráttu að
halda niðri „Adónis“ sínum, köllunarhlýðni hins sama
manns. Mörgum sinnum hefir hún með töfrandi brosi og
tælandi orðum talið um fyrir honum að dvelja enn eina
stund, teyga að eins eina skál í viðbót. Og þegar vesa-
lings „Adónis“ leit upp og sagði: „Nú fer ég að köllun
minni“, — þá var köllunin horfin; engin þörf þeirrar
hlýðni lenguri).
II.
T | V 0 R T er fegurra: geislandi tillit mærinnar eða
ljómandi augnaráð móðurinnar?
Hvort er fegurra: stjarnan á himninum eða glitr-
andi daggardropinn á jörðinni?
ÉG V A R á gangi um völlinn eftir rigningarh j úf-
ur. Skýin gerðu hlið fyrir sólargeislunum og þeir ljóm-
uðu á völlinn umhverfis mig. Óteljandi smádropar þyngdu
niður stráin á göngu minni gegn sól. Ég sneri heimleið-
is, en nam jafnskjótt staðar frá mér numinn: grúi drop-
anna var horfinn, en í hans stað ljómuðu stjörnur undra-
skærar, víða um völlinn. Sumar voru bláar, aðrar rauðar,
enn aðrar grænar, einstaka jafnvel fjólublá. Dágóða stund
stóð ég hugfanginn í sömu sporum og virti fyrir mér í
hálfgerðri leiðslu hverja stjörnuna af annari. Ein var
einna lithöfgust — græn smásól. — Hið mikla móður-
auga, sólin, skein á regndropana í grasinu. Og ýms
hinna smáu bamsaugna ljómuðu á móti — endurspegl-
*) Framanskráð var ritað eftir lestur sögunnar „I.oves
rilgrimage" (frb.: iövvs pilgrimmids; þýðir: pílagrímsför
ástarinnar) eftir ameríska höfundinn Upton Sinclair (frb.:
öppton sinkleer). Er sú saga ásta hans og þroskaferils frá bam-
æsku, \inz hann hafði rutt sér braut sem höfundur; og er oss
skapi næst að nefna helga, sökum ítrustu einlægni og undur-
samlegs þróttar).