Jörð - 01.09.1932, Page 232
230 RÖKKURSKRAF [Jörð
uðu öll sama móðuraugað, hvert með sínu sérstaka eðli-
lega móti, hvert með sinni eigin óviðjafnanlegn fegurð.
Hver tindrandi dropi jafnaðist á sinn hátt við fegurstu
stjörnuna á vetrarhimninum, næturdrottninguna Lita-
brún — hana, sem í sífellri tindran skiftir fegur litum
en nokkur önnur sköpuð vera, er sézt í mannheimum.
Ég rankaði við mér og hélt áfram leiðar minnar.
Jafnskjótt var eins og hinn sóllétti fögnuður, er ljómað
hafði í daggaraugum Jarðar í hamrammri stillingu, brigði
á leik. Með ólýsanlega mjúkum og óvæntum viðbrigðum
hins algerva styrkleika lék Jarðarsálin og söng Skaparan-
um lof í þúsundum tindrandi daggardropa, er hver eftir
annan komu í Ijós og hurfu. Næturdrottningin Litabrún
var sem stigin niður úr hinu tigna hásæti og dansaði á
sólbjörtum deginum á grundinni. —
DAGGARDROPINN minnir á mannshjartað.
Þegar það endurspeglar Drottin — móðurauga Algæzk-
unnar — þá geislar það, friði þrungið, fögnuði og lífs-
gleði út til náunganna.
Stráið, hlaðið daggardropum, minnir á bak, sem
svignar undan þunga ófallinna tára. En þegar það tekur
að endurspegla dýrð himinsins, þá er eins og bogna bak-
ið sé horfið úr sögunni.
Grundin alsett dagghöfgum grösum minnir á þjóð,
sem búin er hverskyns hæfileikum. Rofi einhverntíma
verulega til fyrir geislaflóði Drottins að hjarta þeirrar
þjóðar, þá mun þjóðlífið með öllum þess einstöku atrið-
um ná óvæntum þroska og blikandi fegurð: Litabrún
leikur og syngur Alföðurnum í jarðnesku þjóðlífi.
H V 0 R T er fegurra: sólglituð döggvot grundin
eða stjömurnar á himninum?
Hvort er fegurra: geislandi tillit mærinnar eða ljóm-
andi augnaráð móðurinnar?
■o