Jörð - 01.09.1932, Side 233
JÖI'ð]
UNDIRSTRIKANIR
231
Undir str ikanir.
Er prédikun krossins úrelt?!
M A Ð U R er nefndur T o y o h í k o K a g a w a. Er
hann Japani, á heima í Japan og' hefir unnið þar starf
sitt fram að þessu. Kagawa er um þessar mundir staddur
í Ameríku og honum er veitt öll sú sæmd, er sigurhetjum
má frekast auðsýna. Dálætið sakar hann ekki, því til þess
er hann allt of mikið stórmenni, að hann láti meðhald
mannfjöldans breyta hugarstefnu sinni. Athygli sú, sem
nú er veitt Kagawa, er Kirkjunni til góðs, því hvort sem
hún vill eða ekki vill, þá verður hún nú að kynnast þeim
manni, sem sennilega er áhrifamestur innan Kristninnar
í núlegri tíð. Mannfjöldinn streymir til Kagawa sökum
þess, hve mjög er blásið í lúðra fyrir honum, hvar sem
hann fer; en þegar menn eitt sinn eru komnir í námunda
við hann, geta menn ekki lokað hlustum fyrir orðum
hans, og hafa allir gott af að heyra þau.
Nú um nokkur ár hefir Kagawa verið stórveldi,
vaxandi stórveldi, í Japan...Svo ákveðið sem stjóm
landsins, verkamannafélögin og japanska kirkjan hafa á
liðnum árum leitað athvarfs hjá Kagawa, þá er auðsætt,
að miklu meira liðs vænta sér þarlendir menn af honum
á komandi árum.
Samfara sívaxandi ábyrgðar-störfum heima fyrir,
verður nú Kagawa að taka að sér alþjóða leiðsögn á sviði
kristilegrar trúar. „G u ð s r í k i s h r e y f i n g i n“ stór-
kostlega, sem risið hefir í Canada, rekur andlega ætt sína
til Kagawa. Á árinu sem leið leituðu kristnir Kínverjar
til Kagawa með sín óviðráðanlegu vandamál. Nú hefir
K. F. U. M.1) fengið Kagawa til þess að koma hingað til
x) Kristilegt félag ungra manna, alþjóðafélagsskapur, sem
kunnur er mörgum hérlendis af starfi sr. Friðriks Friðriks-
Ritstj.
sonar.