Jörð - 01.09.1932, Page 234
232
UNDIRSTRIKANIR
[Jörð
lands, svo hann sé aðal-ræðumaður á alþjóðaþingi félags-
ins, og Ameríka vill fá að njóta hans sem lengst og fá
hann í fyrirlestraferðir um alla álfuna. Frá Bretlandi,
Þýzkalandi og Norðurlöndum berast honum áskoranir
um að koma þangað svo sem læknir, til að rannsaka mein
Kirkjunnar.
Hvað myndi það svo vera sem vekur athygli verald-
arinnar á þessum manni? Að einhverju leyti er það æfi-
ferill hans sjálfs. Jafnvel þeir menn, sem allra kaldlynd-
astir eru, komast við, er þeir f.á að vita, hvað hann lagði
á sig til að afla sér menntunar, heyra sagt frá uppvaxtar-
árum hans í skuggahverfunum, frá fórnlysi hans, er hann
tók á sig sjúkdóma fátæklinganna, frá leiðsögn hans við
samtök verkalýðsins og samvinnuhreyfinguna, frá mann-
úðarstarfi hans í þarfir íbúanna í Tokyoborg og alls keis-
aradæmisins, frá trúboðsstarfi hans og vakningafundun-
um stórkostlegu, frá hinum víðlesnu bókum hans og ritum,
og nú síðast frá „Guðsríkis-hreyfingunni“ (The Kingdom
of God Movement), sem hann hefir hrundið á stað. . ..
En ekki verður lífs-ævintýri hans metið rétt nema
svo, að tekinn sé til greina boðskapur sá, er hann hefir
að flvtja heiminum. Þó er í boðskap þeim, þegar að er
gáð, ekkert nýmæli að finna. Þrátt fyrir hina feykilegu
þekkingu Kagawa á mannfélags-málum, þjóðfræði og
stjórnmálum allra þjóða, þá er ekkert það í trúarboðskap
hans, sem ekki hefir verið í fagnaðarboðskapnum kristi-
lega allt frá þeim degi, að krossinn var upp reistur á Gol-
gata. Iljartablað boðskaparins hjá Kagawa er kross-
i n n, fagnaðarerindið um þann Guð, sem með þjáningu
sinni endurleysir allan heiminn.
Þegar komist er á þessa leið að orði um Kagawa, þá
finnst manni að maður ætti þó að biðja afsökunar á því.
„Krossinn er þungamiðja kenningar hans“, segjum vér.
En hvílíkt andlaust orðagjálfur sú setning nú er orðin
almennt! ... Fyrir löngu eru þau orð fallin úr gildi; nú
vekja þau oftast óhug hjá þeim, sem heyra þau.
En er um Kagawa ræðir, standa þau orð í fullu gildi.
Krossinn e r þungamiðja allrar kenningar hans. Hann