Jörð - 01.09.1932, Síða 235
Jörð]
UNDIRSTRIKANIR
233
breytir í öllu á þá leið, að það verður augljóst, að kross-
burðurinn er honum lífið sjálft, og í kenningu sinni krefst
hann þess, að krossburðurinn verði aðalþáttur í hvers-
dagslífi allra kristinna manna, hvort sem það eru prestar
eða leikmenn. Spámaður þessi, sem risið hefir upp úr
skuggahverfunum í Kóbe, hefir komið auga á það, að
kristindómurinn er sem hljómandi málmur eða hvellandi
bjalla, þar til hann verður í hversdagslegu lífi að fórnar-
gjörð í þarfir aumstaddra. S á 1 u h j á 1 p a r s k i 1 y r ð-
i ð, að dómi Kagawa, er það eitt, að glata lífi
s í n u, t i 1 þ e s s a ð m a ð u r f á i f u n d i ð þ a ð
aftui' í endurbættu lífi annars manns.
Þ a ð G u ð s r í k i, s e m Iíagawa b o ð a r, e r r í k i,
þar sem enginn situr á háhesti annars,
en allir „bera hver annars byrðar, og
uppfylla þannig lögmál Krist s“.
Þetta eru þau guðspjöll, sem því valda, að Toyo-
híko Kagawa líður sem hækkandi stjarna upp himinhvelf-
ing mannlífsins og gerist leiðarljós kristinar kirkju um
heim allan. Kagawa hefir tekið fagnaðarerindið gamla
um krossinn í hönd sér og heimtar, að það sé notað til
þess að útrýma með því grimd og guðleysi samtíðarinnar.
Svo langt sem ]’ekking vor nær, þá hefir Kagawa orðið
fyrstur heimsfrægra prédikara til þess að viðurkenna
jafnaðarstefnuna (socialism) og gerast ákveðiniv talsmað-
ur hennar. Hann verður áreiðanlega fyrstur þeirra kenni-
manna, sem áheyrn fá um allan heim, til þess að áræða að
halda því fram, að Golgata sé í dag að finna í skugga-
hverfum borganna, í herbúðum verkafólksins, á búgörðum
öreiga bænda. Fyrir því hlýðir iiú Japan á kenningu hans;
og fyrir því hlýða nú þúsundir utan landamæra Japans
á hann. En ráðlegt er það svaramönnum Kirkjunnar, sem
nú sækjast æðislega eftir viðkynningu við liann, sökum
þess mikla fylgis, sem hann hefir og dagvaxandi fer, að
gera sér þess ljósa grem, hvers hugar hún ei, þessi nýja
sigurhetja, áður en þeir ganga á mála hjá Kagawa.....
(Tekið úr grein í „Sameiningunni“ eftir B. B. J.).