Jörð - 01.09.1932, Page 236
234
UNDIRSTRIKANIR
[Jorð
Lesið og kaupið „Sameininguna“.
„A Ð Þ V í er sriertir hið særða og dauðvona mann-
kyn, sem nú liggur sinni sínu og góssi rúið við alfaraveg
samtíðarinnar, þá á það enga lífsvon aðra en þá, að al-
þýðan1), óbrotin og ósýkt af munaði og mammons-
menning, vakni1) og bjargi því“.
(„Sameiningin" Sept. 1931, ræðan „Hjálp í nauðum" eftir
sr. Björn R. Jónsson).
Skoðun jafnaðarmanns á Kristindóminum.
„KRISTINDÓMURINN hefir greitt oss veg,
enda vakir sama hugsjón fyrir báðum. Iíann boðar það,
að guðsríkið verði að veruleika á Jörðunni, og það
felur alla Jafnaðarmennskuna í sér. Fyrsti kristni söfn-
uðurinn, sem var eins og ein stór fjölskylda og hafði allt
sameiginlegt, var fegursta fyrirmynd og leiddi í ljós hug-
sjón Kristindómsins, að kærleikurinn tengdi mennina svo
hvem við annan, að fullkomið lífssamfélag yrði af. Þrátt
fyrir allt og allt, sem boðberum Kristninnar hefir orðið á,
er það mesta rangfærsla á sögunni, að Kristnin hafi ver-
ið áhugalaus um bætur á mannlífsmeinum. Hún braut á
bak aftur forlagatrú heiðninnar, sem hamlaði mest öll-
um félagslegum framförum, en setti mannkyninu í þess
stað nýtt markmið, guðsríkið, sem bendir sífellt fram og
hærra og hærra. Hún vakti heiminum óslökkvandi þrá til
þess, að djúpið hyrfi milli þess, sem hann er, og þess,
sem hann á að vera, milli veraldarríkisins og guðsríkis-
ins, og barátta hófst, sem gefur sögunni nýtt gildi. Ekk-
ert hefir verið né er heiminum önnur eins eggjan og
hvöt til umbóta á mannfélagsmálum og kenning Kristin-
dómsins um gildi hvers manns, kærleiksboðskapur hans
og bræðralagshugsjón. Og vinnan hefir einnig öðlast nýtt
gildi frá sjónarmiði Kristindómsins“.
(Eftir „Prestafélagsritinu“ 1931).
*) Leturbreyting vor. — Ritstj.