Jörð - 01.09.1932, Side 240
238
pAKKIR
[ Jörð
að skrifa í „Jörð“ og gefa hana út, hún er sprottin af
því að leita upplýsingar hjá æskuást vorri, Jesú — honum
og engum öðrum. H a n n hefir gert oss skyggna á fegurð
og rétt lífsins, frelsi og sannleika; hann hefir gert oss
hluttakandi í þessu með sér; og þ v í er það að vísu rétt
hjá Stgr. M., að oss „þykir ekki yndi vera“ nema vita
af honum nálægt. Vér þurfum ekki nema sjá hann út
undan oss öðru hvoru á hverjum tilteknum stað; þá
nægir oss. En af hverju þurfum vér þó þess? Gleði vor
glæðist eðlilega við það, að vita af þátttöku hans, sem
einmitt opnaði oss gleðilindina. Þvílíkt er alþekkt úr
lífinu manna á milli. En gleði vor er þó enn þá fremur
háð honum vegna þess, að hann sjálfur er oss fulltrúi
alls, sem er náttúrlegt og trútt: sannleikurinn og lífið
— og því vegurinn, „verificationin“, sem alltaf má
treysta. Hann getur kennt að elska lífið og treysta sann-
leikanum í hvívetna — af því að hann er sjálfur holdgun
þessa í mannsmynd — og þar með drottinn hjarta og
samvizku og gleði — drottinn mannlegs eðlis.
Ég skýri einungis frá, hvernig mér kemur þetta
fyrir sjónir. En það hefir orðið mér svo dýrmætt, að
ég get ekki annað en sagt frá því hverjum, sem heyra
vill, tii þess að sem flestir njóti þess með mér.
ANNARS datt mér athugasemd Stgr. M. í hug
í því sambandi, að ég fann til þess, er ég var áðan að
hugsa um að skrifa „Þakkir“, að því aðeins er mér
innileg og óblandin gleði að hjálparhendi Jarðar-Erpa,
að ég finn til hennar, sem hj álparhandar Drottins sjálfs.
Sú mun hin æðsta nautn lífsins og gagntækust að finna
sig ganga við hönd Hans; finna hamraveggina opnast
fyrir sér; finna fingur hans í hvert sinn, sem Erpur
veitir þann stuðning, er hönd veitir fæti. Sú nautn er
hlutskifti hvers, sem lært hefír að trúa á eininguna í
tilverunni: Guð opinberaðan í Jesú Kristi.
Megi „Jörð“ ekki lifa það, að öll hennar viðleitni
sé ekki knúin fram öðru fremur af gleðiþrungnum vitnis-
burði u m H a n n!