Jörð - 01.08.1942, Page 13
af sífjölgandi vörgum, —
því enginn má viÖ mörgum.
Þeir myrkrakyngi fyllast,
um vali traðka og tryllast
og spilla
hofi’ og hörgum.
Og himni Guðs menn breyta
í vígavelli heita,
svo vært er engu fleyi
á víðum hafsins vegi —
þeim yfir drekar fljúga
og funa úr ginum spúa.
Með fimbul-vængja gnauðan
þeir æða’ um geiminn auðan
og dauðann
brögnum búa.
Og hafið, lífi þrungið,
er heljartólum slungið,
svo hvert sem fari miðar,
er háski’ á allar hliðar.
Með dauðann fyrir stafni
menn stýra í Drottins nafni
sem stríðsmenn fyrri alda
og öllu’ í horfi halda,
hjá kaldri
Hel þó hafni.
í lofti vargöld þróast,
þar ernir öndvert klóast
í efsta styrjar-gapi.
Sem himinstjarna hrapi
þeim armur dauðans veifar
og eldi geiminn reifar.
í æði skelfinganna
menn kvala hástig kanna,
það sanna
líkamsleifar.
Jörd
Og hann, sem líknar þjáðum,
er „hafður með í ráðum“,
139