Jörð - 01.08.1942, Page 18

Jörð - 01.08.1942, Page 18
þig stæðu allt í kring um, — nú slá þig herir hring um og þinga’ um kjör þín kaldir. Þér væri betri gröfin, mín ættjörð — Ægisgjöfin — en ógnum þeim að mæta, er systurþjóðir sæta af völdum drápsvélanna á dögum hörmunganna, er deyr hver vonarneisti, og hnígur æskuhreysti, sem treysti menning manna. Hvort munt þú, land mitt, hljóta að feigðarósnum fljóta sem flak á tímans straumi með dags þíns hinzta draumi og hverfa’ í þjóðahafið með — hvíta jökultrafið, með heita fjallabálið, með fágað frelsisstálið, með málið vorþrám vafið? NEI — fornir eðlisþættir og íslands verndarvættir á verði’ um frelsið standa og heill — til beggja handa. Sjá, enn mun norræn gifta þeim andans kyndli lyfta, sem ægiljóma sleginn skal vísa öðrum veginn og — megin- sköpum skipta. HÖFUNDUR VÆÐIS þessa, GuSmundur Éýjólfsson Geirdal, hefur gefið úl 1V tvær kvæðabækur, Milli þátta, árið 1934 og Stuðlai'öll, ár'ið 1939. Auk þess á hann ævintýrasaln í liandriti. 144 JÖKD

x

Jörð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jörð
https://timarit.is/publication/467

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.