Jörð - 01.08.1942, Blaðsíða 19
| BÓKMENNTIR OG LISTIR |
Arnór Sigurjónsson:
Ljóðaþýðingar Magnúsar Asgeirssonar
NÝLEGA* hefur komið á bókamarkaðinn VI. bók Þýddra Ijóða
frá hendi Magnúsar Ásgeirssonar. Nokkru fyrr höfðu I. og II.
bók þessara ljóða verið endurprentaðar, svo að nú er hægt að fá
• bókaverzlunum öll þau Ijóð, er Magnús hefur ])ýtt og út hafa komið.
Þessar bækur þýddra ljóða Magnúsar Ásgeirssonar eru ekki þykk-
:>i’ eða fyrirferðarmiklar í bókaskáp hver fyrir sig. En ef þessi
Pýddu ljóð eiga að dæmast eftir vöxtunum einum saman, þá er
l>ess að gæta, að þan eru þétt prentuð á þunnan pappir. Eru þau
öll meira en 57 arkir prentaðar, eða um 920 blaðsiður. Þarna eru
l|ni 280 kvæði — og eru þá kvæðaflokkar taídir sem eitt kvæði — og
hessi kvæði eru eftir um 115 skáld.
Varla geta nema þrír íslendingar allra alda talizt Magnúsi sam-
bærilegir í þessari grein bókmenntanna. Engin leiðindi ættu að því
að vera að setjast á bekk með þeim þremenningum. Þeir eru sira
•lón Þorláksson á Bægisá, Steingrímur Thorsteirisson og síra Matthías
•lochumsson. Jón er okkur nútíma íslendingum orðinn svo fjarri,
:'ð samanburður við hann er okkur eigi auðveldur lengur. Þvi
n,unu okkur, venjulegum lesendum, helzt koma þeir Steingrímur
°S Matthías í hug sem sambærilegir menn við Magnús um ljóða-
Þýðingar.
Ekki hefur nein nákvæm athugun verið á því gerð, hver þessara
l)r,SSja manna hefur verið mikilvirkastur sem ljóðaþýðandi. Lík-
lcSt má þó telja, að enn sé starf Matthiasar þar mest að vöxtum.
Eera má hins vegar ráð fyrir, að Magnús eigi hér enn margt óunn-
'ð. Enginn annar hefur stillt hörpu sína við lag jafn margra er-
bndra skáhia. Annars skal sérstaklega á það bent, að allir þessir
lnenn hafa hver fyrir sig lagt á |)essu sviði fram svo mikið bók-
•"enntalegt starf, að vel mætti meta það sem fullgilt ævistarf og
dæma það eftir því.
Steingrimur og Matthias hafa lýst markmiðinu með ljóðaþýð-
lngum sínum. Það.var að kynna íslenzku þjóðinni úrval erlends
skaldskapar. Yfirlýstur tilgangur þéirra var að eiga á þenna hátt
l>alt í menningarlegu uppeldi þjóðar sinnar. Þeir — og, þó undar-
lcgt megi telja, einkum Matthías — létu sér annt um að leggjn
b'am sýnishorn af úrvals ljóðmælum ýmissa þjóða. Vitanlega varð
*
JÖRD
10
Greinin var skrifuð í haust er leið.
145