Jörð - 01.08.1942, Side 45
hraun runnið frá þeini niður Elliðaárfarveg. En eru þeir
alveg hættir? Því er ekki gott að svara, en líklegra, ef þeir
eru ekki hættir, að gos verði eftir tvö hundruð ár, eða fimm
hundruð ár, en að það verði á morgun.
MARGIR hafa tekið eftir sandnámn bæjarins inn við
Elliðaár. Þar er smágerr og' grófgerr sandur í óreglu-
legum lögum, en sumsstaðar moldarlög á milli. Sá, sem skoð-
ar sand þennan, og möl, sér, að þetta er nákvæmlega sams-
konar, og sjá má í fjörum framan við lækjar- eða árósa. En
ef einhver efaðist um að þetta sé árframburður, sem hlað-
ist hafi upp í sjó, mætti sýna honum skeljar, sem stundum
finnast þarna í sandinum. Eina skýringin á þessu er, að
sjórinn hafi staðið hærra við landið, þegar lög þessi mynd-
uðust, en nú. Þess eru líka mörg vegsummerki, hér í ná-
grenninu, að svo hafi verið. Sjórinn hefur lengst af, þegar
lög þessi mynuðust, verið um 40 stikum hærra við strönd-
ina, en nú, Elliðaárnar (eða áin, sem þá mun hafa verið)
hafa fallið til sjávar, niður undan Árbæjartúninu, sem nú
er. Þessa fjörutíu stikna fjöruhorðs gætir mjög víða í ná-
grenninu. Það sézt greinilega úr Reykjavík, eftir Öskjuhlíð-
■nni endilangri, og er sérlega eftirtektarvert vestan á henni,
við Reneventnm-klettana, er áður voru nefndir. Þegar
Reykjavíkur-höfn var gerð, var tekið efni til hennar úr
Skólavörðuholti, sjávarmöl, sem var frá þeim tíma, er sjór-
inn stóð þelta hærra. Mátti þar sjá, að möl þessi lá ofan á
isnúinni klöpp, og þar með það, að þetta myndaðist eftir
isöld. Eg hef heyrt dr. Helga Pjetnrss áætla, að þetta fjöru-
i)r)rð hafi verið fyrir sex þúsund árum, og mun mörgum
bykja það nærri sanni. Vikur og evjar voru þá ólíkar því,
sem nú er hér i nágrenninu. Mestur hluti Seltjarnarness (og
öll Reykjavíkurborg, eða svæði það, sem hún stendur á),
var þá í kafi og allt Álftanes, og allar eyjar sem nú eru.
Hfsti hluti Lauganeslioltsins og Rauðarárholtsins voru eyj-
ar- Sennilega var efsti hluti Langholts, Geldinganess, og hæð-
arinnar vestan við veginn á Digraneshálsi, litlar eyjar, eða
graslaus sker. Efsti hluti Skólavörðulioltsins var sker, sem
Jörð 17]