Jörð - 01.08.1942, Side 46
var uppúr um fjöru. En Öskjuhlíðin með Langa Jörfa, alla
Ieið inn að Bútsstöðum, var eyja, sem var stærri en Viðey
og Engey eru til samans. Norður úr eynni gekk mikið nes,
sem er Grensásinn (en hann heitir ekki eftir greni, heldur
ej’ þetta nafn leyfar frá því, að Reykjavík var hálfdönsk,
því landamæri bæjarins lágu eftir honum miðjum, og niður
i Laugalæk). Sjórinn náði alla leið upp í Vifilsstaðavatn,
upp fyrir Fífuhvamm og upp undir Breiðholtsmýri. Hins-
vegar skagaði langt og mjótt nes fram þar, sem er Digraness-
háls. Náði það hér um bil vestur að Hafnarfjarðarvegi þar,
sem Iiann liggur hæst á hálsinum.
En við verðum að víkja snöggvast aftur að sandnámu
bæjarins inn við Elliðaár. Það má sjá, að sandurinn hefur
náð yfir mikið stærra svæði, en nú, en þegar sjórinn lækk-
aði aftur, hefur áin rifið niður það, er þarna Iiafði safnazt.
og borið það lengra út. Bakkarnir að sunnan eru þó mikið
lægri, því útsunnan aldan (sem jafnan er mest hér) kom
æðandi eftir sundinu, þar sem nú er Fossvogsdalurinn, svo
árframburðurinn barst aðallega norður með landi.
Þegar farið er austur veginn hjá Árhæ, má greinilega
sjá fornt fjöruborð i hæðinni hinumegin við ána. Er það
í um 70 stikna hæð. Önnur fjörumál eru hærra á hæð þess-
ai’i (sem heitir Breiðholtshvarf), en það er ekki rúm til
þess að fara nánar út í það hér. Það er greinilegt, að það
er lengra síðan sjórinn var i þessari hæð en hinni; ef til vill
eru um tíu þúsund ár siðan.
Eyjarnar, sem voru við 40 stikna börðið, voru þá allar í
kafi. Aftur á móti var efsti hluti Digranessháls þá lág en
löng og mjó eyja. Önnur eyja vai- þar suður af, þar sem er
Hnoðraholt, en ef til vill var hægt að komast út í þá eyju
á fjöru úr nesi, er skagaði fram fyrir ofan Fifuhvamm-
Styttra til lands var upp i Smalaholti (Gunnhildi), en þar
var djúpt á milli. Þriðja eyjan var Keldnaholtið, norður af
Grafarholti.
Geta má, að mörg fjöruborð má sjá hér í nágrenninu
bæði ofar og neðar en þau, er hér hefur verið getið. Eitt var
við Ingólfsstræti, við Arnarhvol (húsið). Er nýbúið að
172 JÖRÐ