Jörð - 01.08.1942, Page 49

Jörð - 01.08.1942, Page 49
sykurlögur sc á barminum á glasinu, áður en gúmmihringurinn, sem er á milli loksins og glassins, er látinn á. Nú eru erfiðleikar á að fá gúmmíhringi, og hafi maður þá ekki, má bjargast við að teygja blautann cellophanpappíi' yfir krukkuna og festa með gúmmíbandi; aðeins verður að gæta þess, að hafa ekki svo mikið í krukkunni, að bitarnir festist i pappirnum, þegar þeir þrútna út við hitann, þvi að þá hættir þeim við að mygla, ef krukkan er geymd lengi. Krukkunum er raðað í pott með köldu vatni, sem eklci má ná alveg upp að pappírnum. Hitað við hægan eld; soðið i 10—15 min. cftir, að suðan kenmr upp í pottinum. Rabarbarabúðingur með rabarbara. jD ABARBAHAJAFNINGUR úr % kg. rabarbara, sykur cftir smekk, 1 matsk. kartöflumjöl, hveitibrauð. Búðingsmót eða djúp skál er fóðruð með brauðsneiðum, um botn og hliðar; síðan lagt til skiptis rabarbara-jafningur og brauðsneið- ar, eða kökumylsna; efst á að vera brauð. Siðan er diskur lagður yfir og farg á hami. Látið biða nokkrar klukkustundir; hvolft á fat og hellt yfir sósu úr V> 1. mjólk og % Pakka af búðingsdufti. ERTU AÐ VERSNA í ÚTLITI? J^F ÞÉR SÝNIST þú vera tekin að njóta þin verr í útliti upp á siðkastið, en þér sé eðlilegt, þá skaltu varast að gripa fyrst til frekari notkunar á fegurðarmeðölmn. Annað skaltu gera. Þú ■skalt athuga sjálfa þig. Ertu hress — á likama — og sál? Þar eru undirrætur útlitsins. Sértu óhress, — reyndu þá að vera meira úti, — án þess þó að þreyta þig mjög mikið. Reyndu að sofa við op- uin glugga, — án þess að ofkæla þig. Reyndu að baða þig úr köldu daglega, — með sama fyrirvara. Reyndu að sofa lengur, — nema |ni sérl alveg viss um, að þú sofir nóg. Láttu þér ekki vera kalt höndum eða fótum, — eftir því sem framast verður við komið. káttu rifa úr þér tennur, sem eru með vilsu um rótina. Spurðu kekni, hvort hann vilji ekki reyna fjörefnainngjöf við þig. Reyndu :|ð taka upp stutt og létt líkamsæfingakerfi. Og að lokum: Vertu gliið og ljúf, hvað sem tautar — eða þvi sem næst. — Farir ]>ú eftir þessum ráðum, skaltu sanna til, að þú fríkkar aftur og verð- 111 ómótstæðileg-----eða því sem næst! J örd 175

x

Jörð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jörð
https://timarit.is/publication/467

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.