Jörð - 01.12.1943, Blaðsíða 25

Jörð - 01.12.1943, Blaðsíða 25
Þriðji og síðasti þáttur byrjar með þvi að sýna frú Ormund komna að því að fara burt með Farrant frá manni sinum. Hinn siðastnefndi er að því kominn að gefast upp i lífsbaráttunni, en þau hjóna- leysin sjá ekkert út fyrir sinn eigin hag og grunar ekkert um, hversu tœpt stendur um hag eiginmannsins, sem er með lilaðna skammbyssu í ferðinni, til að geta stytt sér stundir, hvenær sem hann teldi nóg komið af sinni ömurlegu tiiveru. Þvi síður grunar þau, hvílíkt hrun fráfall hans mundi hafa í för með sér á ýmsum sviðum, en allrasízt, að þau mundu sjálf missa alla afkomumögu- leika og glata ást sinni í beizkju og sektartilfinningu. Allt þetta hafði dr. Görller fengið að vita, að liafði gerzt á fyrri æviskeiðum þeirra, og hann hafði ætlað sér að reyna að koma í veg fyrir það allt með því að beina Ormund frá sjálfsmorðinu, við það að skýra fyrir honum örlagalögmálið og vekja hqnum með þvi nýja trú. En nú var liann farinn frá því öllu, og Ormund álas- aði Sally Pratt fyrir að liafa eklci komið vel fram við útlagann. Til allrar hamingju hafði doktorinn gleymt vasabók sinni með „æviferilsskýrslunum" og kom aftur til að leita hennar. Og þó að hann ætlaði ekki að fást til að staldra við, tókst þeim hjónum að tefja fyrir honum, því að þau voru bæði orðin nokkuð trúuð á aðferðir hans og „afskipti“. En „endurtekning og afskipti“ voru lykilorðin að fræði doktorsins — afskipti á réttum tíma gátu rofið vítahring endurtekningarinnar. Hins vegar var skólastjórinn full- ur vantrúar og yfirlætis, enda stóð honum undir niðri beygur af afskiptum doktorsins, er miðuðu að þvi að stía þeirn lijónaleys- um sundur. Það varð til þess, að doktorinn las upp úr bókinni lýsingu á þeim og ömurlegum æviferli þeirra, og leiddi það aftur til hins, að frúin haggaðist að fullu í fyrirætlun sinni. Því hún trúði og vildi með engu móti láta ósköpin endurtaka sig. Farrant reyndi árangurslaust að tala um fyrir henni, en Ormund læðist út. Frúin og doktorinn urðu nú dauðlirædd um, að hann væri far- inn til að skjóta sig, og fór læknirinn að leita hans, en á meðan tjáði frúin elskhuga sinum, að liún væri hætt við að fara með honum; liún ætlaði að vera kyr með manni sínum og rjúfa víta- hringinn. Varð svo að vera og fór hún út með Farrant, til að kveðja liann. Doktorinn hefur þá loksins liaft upp á Ormund, en allan fjar- verutima hans hefur áhorfandinn verið á nálum um, að nú kvæði við skammbyssuskot frá honum á næsta augnabliki. Heyja þeir nú andlega liólmgöngu, sem endar með því, að auðinaðurinn, er stöðugt hefur handleikið skammbyssuna, sannfærist og verður bljúg- ur sem barn, án þess þó að fyrirláta neitt af virðuleik sinum og yfirburðum. „Þú ert sonur minn. í dag hef ég getið þig,“ hefði hinn gamli þulur getað sagt við hinn mikla mann, sem rofið hafði jörð 373
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Jörð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jörð
https://timarit.is/publication/467

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.