Syrpa - 01.06.1914, Blaðsíða 4

Syrpa - 01.06.1914, Blaðsíða 4
194 SYRPA um aö vinur okkar, hann Harnó, sé meira veikur á sál en líkama“. ,,Af hverju markar þú þaö?11 sagöi eg. , ,Af ótal mörgu. En þó sérstak- lega af hinni kynlegu framkomu hans í þessu máli, sem hann hefir á höndum. Þú veizt náttúrlega viö hvað eg á?“ ,,Nei, eg hefi ekki minstu hug- mynd um þaö“, sagöi eg. MOg þó segir þú, aö þið Harnó séuö góöir vinir“, sagði frú Colt- hart og hvesti á mig au^ún. ,,Já, þaö er satt“, sagöi eg, ,,viö erum góöir vinir; en þrátt fyrir þaö veit eg lítiö um hin heimullegu mál- efni hans, þvi hann er maöur dulur í skapi og fátalaöur; og svo er lika fremur stutt síðan að eg kyntist honum“. ,,Á eg aö trúa því, að hann hafi aldrei getið um það við þig, af hvaöa ástæðum hann fluttist til þessa lands ?“ ,,Hann hefir aldrei sagt eitt orð í þá átt, svo eg hafi heyrt, enda hefi eg aldrei spurt liann aö því“. ,,Og hefir hann aldrei sagt þér að hann hafi dvaliö um tíma í Brook- lyn?“ „Jú, á það hefir hann minst“, sagði eg. ,,Og þá hefir hann sjálfsagt eitt- hvaö minst á ungfrú Trent við þig — stúlkuna, sem kom hingað vest- ur með honum frá Brooklyn ? Þaö er hún, sem þú sást hérna áöan. Þaö er hún, sem nú er að skrifa honum bréf — hún ungfrú Edna Trent. Hefir hann aldrei nefnt hana á nafn ?“ „Aldrei !“ sagði eg. „Veizt þú þá ekki heldur, aö hann hefir veriö í heilt ár að leita aö konu, sem heitir Madeleine Vanda, konu, í ætt við Indiána — konu sem hann hefir aldrei getað fundið? Ilefir hann heldur ekki minst á hana ?“ „Nei, aldrei 1“ sagði eg. „Hefirðu þá aldrei orðiö þess var, aö hann hafi fariö aö heiman og ver- iö í burtu heila sólarhringa og stund- um lengur?“ ,,JÚ, eg hefi oft orðiÖ þess var, aö hann hefir fariÖ aö heiman, en hann hefir aldrei veriÖ lleilat nætut í burtu síðan eg kyntist honum“. „Þú ert hreinskilinn11, sagöi frú Colthart og fætði sig nær mér óg talaöi lágt; ,,þú ert hreinskilinn og saklaus eins og dúfan, og þaö er gott að eiga þig fyrir vin, því þú gjörir þér lítiÖ far um aÖ hnýsast inn í leyndarmál annara. En nú skal eg segja þér ítrúnaöi, afhverju eg álít aö vinur okkar, hann Harnd, sé ekki traustur á geöinu. Það er einmitt vegna þess, aö hann er alt af stööugt aö leita að þessari dular- fullu Madeleine Vanda, og vegna þess, aö hann beitir svo kynlegri aöferö til þess. Enginn ungur maö- ur meö heilbrigöa geösmuni heföi nokkurn tíma lagt út í slíka villu, og allra sízt haldiö svona lengi á- fram, þar sem svo fá gögn voru fyr- ir hendi til aö styöjast viö. — Eg trúi því ekki lengur, aö þessi Made- leine Vanda sé til. Eöa hafi hún veriö til, þá er ekki minsti vafi á því, að hún er löngu dáin og leynd- armáliö grafiö meö henni, hafi ann- ars um nokkurt verulegt leyndar- mál verið að ræöa. Þetta hefir að líkindum veriö tómur tilbúningur og draumórar sjúkrar sálar. Og bréf- iö, sem Harnó geymir, er vafalaust ritaö af vitskertum manni. En
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.