Syrpa - 01.06.1914, Page 5

Syrpa - 01.06.1914, Page 5
í RAUÐÁRDALNUM 195 reyndar hefi eg- aldrei lesið þetta bréf, því það er á íslenzku, og Harnó hefir enn ekki treyst sér til að þýða það orðrétt á ensku, og af einhverri sérvizku liefir hann ekki viljað fá annara hjálp til þess, þó eg hafi margsinnis hvatt hann til þess. — En eins og eg sagði áðan, þá trúi eg því ekki lengur, að þessi Madeleine Vanda sé til, því enginn kynblendingur,sem heima áí Winni- peg eða St. Boniface hefir nokkurn tíma heyrt hennar getið“. ,,En af liverju vill Arnór endilega finna þessa konu ?“ sagði eg. Og tnig langaði til að segja frú Colthart um leið að eg gæti þó gefið áreiðan- legar upplýsingar um það, hvar s’ y s t u r þessarar Madeleine Vanda væri að finna. En eg hugsaði að hyggilcgast mundi vera að geta ekki neitt um það ;ið svo stöddu. ,,Þú vilt- vita af hverju að Harnó vill finna Madeleine Vanda?“ sagði frú Colthart og horfði beint framan í mig. ,,Já, af hverju viljum við öll (hann eg og ung- frú Trent) út af lífinu finna þessa dularfullu hálfsiðuðu konu ? í þvi er alt leyndarmálið falið. Alt er ó- nýtt, nema kona þessi finnist. Hún ein getur gefið þær upplýsingar, sem okkur ríður svo mjög á að fá. Hún — og enginn á jarðríki nema hún ein — getur leyst úr þeirri kyn- legu ráðg&tu, sem við höfum verið að þreyta viö um langan tíma. En hún finst hvergi, engjnn kannast við hana, og hennar er hvergi getið, nema í bréfinu, sem Harnó geymir. Og hún heíir því að líkindum aldrei verið til, nema í ímyndun hins sjúka manns, sem skrifaði bréf þetta á banasænginni11. Eg var nú samt & annari skoðun, þó eg þegði. ,,En gjörum nú ráð fyrir“, sagði eg, ,,að kona þessi hafi verið til, en að hún sé nú d&in. Gæti þá ekki verið að hún hefði sagt einhverjum frá leyndarmálinu áðurenhúndó? Og ef svo væri þá er ekki óhugsandi að þið kunnið að grafa það upp á endanum". Frú Colthart brosti ofurlítið. ,,Nú veit eg með vissu“, sagði hún, ,,að Harnó hefir ekkert sagt þér um þetta. — En það skrítileg- asta við þetta mál er það, að þó Madeleine Vanda hefði verið til og væri enn á lífi, þá vissi hún ekki að hún hefði þetla leyndarmál að geyma — Eg er alveg viss um að þú yrðir hissa, ef þú fengir að vita, hvernig í öllu liggur“. ,,En heldur Arnór það enn þá, að hann muni finna konuna á endan- um“. ,,Hann trúir því stöðugt að hún sé til, eða hafi verið til, því hann trúir hverju orði, sem í bréfinu er. Og ungfrú Trent treystir þesstim unga útlending og næstum trúir á hann. Og bæði hafa þau bygt hina glæsilegustu loftkastala & þessu ís- lezka bréfi, en þcir loftkastalar munu bráðum hrynja, er eg hrædd um“. ,,En um hvað hljóðar þetta bréf?“ sagði eg, ,,og hver skrifaði það ?“ ,, Fj'rst vinur þinn hefir ekki minst neitt á þetta mál við þig; þá dirfist eg ekki að segja þér frá innihaldi bréfsins, enda er eg óviss um að eg viti um alt, sem í því er, því ekki skil eg íslenzku, en Harnó er enn svo stirður í ensku, að eg efast um að honum hafi tekist að láta okkur ungfrú Trent fá réttan skilning á sumum atriðum bréfsins. — Eg býst

x

Syrpa

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.