Syrpa - 01.06.1914, Síða 6

Syrpa - 01.06.1914, Síða 6
196 SYRPA nú vi8 að eg liafi þegar sagt þér meir um þetta mál, en eg hefði átt að gfjöra. En töluð orð verða ekki aftur tekin“. ,,Frú Colthart“, sagði eg, ,,þú hefir eiginlega ekki sagt mér neitt. Þú hefir að eins æst forvitni mína“. ,,Mér þykir fyrir því, að eg skyldi nokkuð minnast á þetta við þig. En eg hélt endilega að þú vissir um þetta alt saman — og jafnvel betur en eg — af því þú varst vinur Harnós. Nú vil eg samt reyna að bæta fyrir brot mitt, og gefa þér kost á að kynna þér innihald bréfs- ins, og þá veiztu alt um þetta mál. En þó er það þeim skilmála bundið, að þú verður um leið að gjöra nokk- uð fyrir mig“. ,,Og hvað er það ?“ sagði eg. ,,Það er það, að þú þýðir fyrir mig á ensku þetta kynlegabréf, sem Harnó geymir, og þýðir það eins nákvæn.lega rétt og þér er framast unt — annað hvort munnlega cða skrifiega, en þó helzt skrifiega — og eg skal borga þér í peningum það, sem þú setur upp fyrir fyrir- höfn þína. Viltu nú taka þenna kost? Eða treystir þú þér til að takast þetta verk á hendur?“ ,.Eg skal að minsta kosti reyna það“, sagði eg, ,,svo framt að þú áir Arnór til að ljá mér bréfið á meðan eg þýði það“. ,,Eg er sannfærð um að Harnó ljær m é r bréfiö“, sagði frú Colthart. „Hann mundi ekki voga að neitc* mér um það. Og eg ætla að biðja þig að skila kærri kveðju minní til hans, og segja honum að eg komi heim til hans á morgun til að tala við hann. Eg veit að það gleður hann. — Þú mátt líka segja honum frá samtali okkar ef þú vilt“. Rétt í þessu kom ungfrú Trent aftur inn í herbergið til okkar, og fékk mér bréf, sem hún bað mig að færa Arnóri. Því næst kvaddi eg þær og fór heim. Arnór las bréfið frá ungfrú Trent með mikilli gaumgæfni. Eg sá að það hýrnaði yfir honum, og hann virtist verða hressari. Það leyndi sér ekki, að honum þótti bréfið á- stúðlegt og gott. En aldrei fékk eg að vita, hvað í því var. — Þegar hann var búinn að lesa það, sagði eg honum frá samtali okkar frú Colthart, og gat þess, að hún ætl- aði að heimsækja hann næsta dag. Virtist mér að honum líka það mið- ur vel, að hún skyldi minnast á þetta við mig. ,,Eg hélt að frú Colthart væri þagmælsk“, sagði Arnór, ,,en fyrst hún á annað borð sagði þér svona mikið, þá hefði hún• eins vel mátt segja þér alt“. ,,Og það vildi eg hún hefði gjört“, sagði eg, „því eg get sagt þér það, að eg brenn af forvitni. Mig lang- ar svo mikið til að vita um þetta út í yztu æsar“. „Og samt sncrtir þetta málefni þig ekki minstu ögn“. „Að líkindum ekki1-, sagði eg; „en hver veit, nema eg gæti eitt- hvað liðsint þér, ef eg vissi meira um þetta en eg veit?“ „Eg er hræddur um að þú gætir ekkert gjört fyrir mig í þessu máli, þó þú vissir það alt út í æsar“. „En er þér það ekki mjög áríð- andi, að geta fundið þessa konu, sem þið kallið Madeleine Vanda?“ „Jú“, sagði Arnór, „að henni hefi eg verið að leita, af því mér er það mikið áhugamál að finna hana. En hún finst hvergi, og er

x

Syrpa

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.