Syrpa - 01.06.1914, Side 9
í RAUÐÁRDALNUM
199
gamall?1 ,Eg; heiti Coltat, en
ekki Collatt, segir hún og brýndi
raustina. ,Eg biö á ný mjög auÖ-
mjúklega afsökunar, frú Coldhat',
segi egósköp hógværlega; ,en sann-
leikurinn er sfi, aö okkur írunum
hefir aldrei gengiö rétt vel aö nefna
ensk nöfn, og eru þau þó óneitanlega
falleg'. ,Þú móðgar mig‘, segir
hún; ,eg heiti Coltat — Coltat —
COLTAT!‘ Og hún sagði þaö svo
hátt, aö mig næstum sveiö í eyrun.
,Jæja þá‘, segi eg; ,verndi mig allir
heilagir ! En eg skal glaöur játa
þaö frú Coldheart, eöa Coldhart,eöa
Coldart, eða hvaö þú heitir, að mér
er allsendis ómögulegt að nefna
nafniö þitt rétt ! ‘ — Og meö það
fór hún. Og þér að segja, þá
vildi eg óska, aö vinur okkar,
hann Arnór, yröi ekki seinni
maöurinn henar; þó eg efist ekki
um, að hún yröi honum góö eigin-
kona. En nafniö bennar — það er
meira en nóg til aÖ drepa hvern
sannkristinn mann !“
,,Var þaö bara þetta, sem þú ætl-
aöir aö segja mér?“ sagöi eg.
,,Nei, sonur minn góður, það var
mikið markveröara. Þaö var viö-
víkjandi stórkostlegu leyndarmáli,
sem eg er oröinn ílæktur í“.
,,Og hvernig er þaö ?“ sagöi eg.
,,Eg held aö eg veröi aö hætta
við aö segja þér þaö núna, sonur
minn“, sagöi O’Brian og brosti
kímilega, því það þarf langan tíma
til aö skýra frfi því. En svo mikiö
get eg sagt þér, að eg hefi nýlega
séö mjög kynlegt letur fi vegnum í
svefnherberginu mínu — einskonar
,Mene, Tekel, Peres'. En eg sá
ekki höndina, sem skrifaöi þaö.
Samt er eg næsta skelkaöur eins og
Beltsasar konungur foröum, ogþarf
að fá einhvern Daniel til að þýöa
þaö fyrir mig. Og vona eg, að þ ú
veröir til þess, því þ ú ert fremur
spámannlegur ásýndum, og segi eg
þaö ekki þér til fimælis“.
,,Eg skil þig ekki almennilega,
herra O’Brian", sagði eg og horföi
beint framan í hann.
,,Og eg furða mig ekki á því“,
sagði hann og klóraði sér undir
hökunni, ,,því eg skil mig ekki
sjálfur. En þegar viö höfum betra
næöi, skal eg segja þér nánar frá
þessu stórmerkilega leyndarmáli.
Og ef til vill læt eg þaö dragast
þangað til vinur minn, hann Arnór,
er oröinn heill heilsu. Með aðstoö
ykkar beggja vona eg aö geta leyst
þenna furöulega Gordions-hnút, eÖa
meö öörum oröum: lesið hið dular-
fulla letur fi veggnum.
Hann klappaöi vingjarnlega á öxl
mína og gekk svo ofanstigann. Eg
horfði á eftir honum og sfi, að hann
hristi höfuöið ofurlítið viö og viö,
eins og hann væri hissa á einhverju.
Það hafði eg aldrei fiður séð hann
gjöra. Og eg fór að brjóta heil-
ann um þaö, hvort þaö gæti átt
sér staö, að hann hefði ekki veriö
aö spauga, þegar hann mintist á
letrið á veggnum. En lijfi gamla
O’Brian var gaman og alvara jafn-
an svo nfitengt hvort öönt, að mér
og mínum líkum var þaö ofvaxið,
aö gjöra þar fi nokkurn greinarmun.
Eg þóttist samt vita aö hann ællaði
aö segja mér eitthvaö, en hvort þaö
var alvarlegt eöa ekki, varö tíminn
aö leiöa í ljós.
Reyndar gaf eg þessum undar-
legu oröum garnla O’Brians fremur
lítinn gaum, því allar hugsanir mín-
ar í þaö sinn, snerust utan um frú
Colthart og Arnór og leyndarmál