Syrpa - 01.06.1914, Page 11

Syrpa - 01.06.1914, Page 11
í RAUÐÁRDALNUM 201 an var oröin þur, þá var eg eins þyrstur og örmagna eftir sem áöur. Og alt í einu tók eg eftir því aö eg var búinn aö týna bréfinu frá honum móðurbróöur mínum. Eg þóttist vita aö V o n heföi tekið þaö meö sér.þegar hún hljóp í burtu frá mér. Og mér þótti svo mikið fyrir því aö missa bréfiö, þó að eg vissi, aö eg kynni þaö utanbókar, aö eg grét hástöfum eins og lítiö barn. En T r ú sat alt af stööugt hjá mér og reyndi af öllum rnætti til aö hugga mig. ,,Áfram ! Áfranr !“ sagöi hún. ,,Áfram í drottins nafni !“ Og viö þaö vaknaöi eg og sá, aö það var draumur.-------Og hvaö eru draumar? Eru þeir bending frá forsjóninni um þaö sem fram viö mann á aö koma? Eöa eru þær einskonar frostrósir á skuggsjá heil- ans, og merki þess, aö taugakerfiö er í ólagi. EÖa eru þeir bara óljós- ar og ósamstæöar skuggamyndir þess sem liöiö er — hálfgleymd orö og atvik og liugsanir, sem gæjast upp í meövitundihni á meöan vilj- i n n er aö hvíla sig ? S.S. Elba, á Atlantshafi, 24. Júlí Eg dvaldi fjóra daga í Leith á Skotlandi. Þar kvaddi eg síra S. Hann fór til Khafnar. Nú er eg á gufuskipinu Elba, sem fer beina leiö til Nýju-Jórvíkur. Hér heyri eg ekkert talaö nema ensku. Mér gengur furöu-vel aö skilja þaö, sem viö mig er sagt, en aftur á eg mjög örðugt meö aö láta aöra skilja mig. Einn af farþegjunum er gamall skip- stjóri. Hann gjörir sér mikiÖ far um aö tala viö mig, og spyr mikiö um ísland. Segist hann hafa kynst íslending, sem hafi hoitiö Berg, og verið mcð honum í siglingum á Kyrrahafinu í næstum tvö ár, og skiliö viö hann í Ástralíu í janúar- mánuöi 1865. Hann segir aö þessi Mr. Berg hafi verið „skrítinn ná- ungi“, en allra hezti drengur í aöra röndina. — Eftir lýsingunni aö dæma, er þaö ekki ómögulegt,eða ó- líklegt aö þessi íslendingur hafi verið Hálfdán móöurbróöir minn, því hann skrifaði sig H. A. Berg, eftir aö hann fór til útlanda. Má þaö merki- legt heita, aö eg á ferö minni vestur um haf, skyldi rekast ágamlanhús- bónda hans. Bf-ooUlyn, 5. Ágúst. Eg er nú seztur aö í húsi B.. frænda míns. Hann ætlar aö út- vega mér einhverja atvinnu, eins fijótt og mögulegt er. í þessari borg verð eg aö dvelja um liríö, aö minsta kosti í allan vetur, því eg þarf aö vinna mér inn peninga til aö komast vestur til Winnipeg. Eg get ekki treyst á þaÖ, aö Henry Trent láni mér peninga. Eg hefi enn ekki fundiö hann, og veit ekkert um ástæöur hans. Hann er ef til vill eins fátækur og eg, ef til vill fátækari. Þaö getur líka vel verið, aö hann eigi ekki lengur heima hér í borg- inni, eöa sé nú dáinn. En þó hann sé enn á lífi, og eigi hér heima, þá getur svo fariö, þegar eg loksins finn hann, aö hann trúi ekki sögu minni og vilji ekkert viö mig eiga. Þaö óttast eg mest. — Frændi minn þekkir hann ekki og hefir aldrei heyrt hans getiö. 28. Agusi Atvinnu hefi eg þegar fengiö á verkstæöi, sem býr til sápu. En vinnan er leiöinleg og kaupið lágt. Meö mikilli sparsemi kann eg aö

x

Syrpa

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.