Syrpa - 01.06.1914, Page 15
í RAUÐÁRDALNUM
205
vita hvað hún vill gjöra fyrir mig,
ef eg flyt mig vestur þangaö. En
fari eg vestur þá veröur þaö ekki fyr
en seint á næsta sumri. — Viö skul-
um bíöa og vona, og vona og bíöa!“
Og hún sagöi síöustu oröin svo inni-
lega og blíðlega, að mér fanst eg
geta elskaö hana af öllu hjarta.
23. Dcsernber
Því lengur sem eg kynnist ungfrú
Trent, því yndislegri og elskulegri
finst mér hún vera. Aö kynnast
henni og tala viö hana, er í sjálfu
sér æðri mentun. Þaö er aödáanlegt
hvað hún er vel aö sér í bókmentum
þjóðar sinnar að fornu og nýju, og
hvaö dómgreind hennar er þroskuð
og smekkurinn næmur fyrir öllu,
sem er fagurt, satt og gott. Og þó
hefir hún aldrei komið inn fyrir dyr
á æðri skóla. En mér er sagt (og
þaö mun vera rétt) aö konur meðal
alþýðu í Ameríku séu yfir höfuð
upplýstari en karlmennirnir. Enda
er kvenfólkiö í öllum löndum betri
hluti mannkynsins. Þaö er ekki
eins eigingjarnt og karlfólkiö, er
göfugra í insta eöli sínu, er viÖ-
kvæmara og móttækilegra fyrir fagr-
ar listir og sanna mentun, og hefir
hjartað á réttum staö. Öll
siðfágun heimsins er konunni að
þakka, því sérhver mikill siöbótar-
maöur hefir átt góða og göfuga
móður, sem kendi honum að elska
hið fagra og góða, og hvalti hann
til aö leita hins sanna og háleita. —
í fyrradag gaf ungfrú Trent mér
góöa enska oröabók og ljóömæli
Tennysons. „Lestu ,Enoch Arden'' “,
sagði hún; „Það kvæði er bæði fag-
urt og heilnæmt, eins og alt eftir
Tennyson, því hann er svo hrein-
hjartaður11. Og þegar eg kom heim,
þá las eg „Enoch Arden“ af kappi.
En — eg las líka Mand“. — Hví
lagði hún svo mikla áherzlu á það,
að eg læsi Enoch Arden ? Því baö
hún mig ekki heldur að lesa Maud?
Það kvæöi á einhvern veginn betur
við mig.
„Gakk inn í garðinn, Maud;
Við garðshliðið bíð eg einn“.
Og fuglarnir æptu og kölluðu:
,,Matid, Maud, Maud, Maud! l —
Eg vildi aö ungfrú Trent heföi heit-
iÖ Maud.
19. Marz 1882
Ungfrú Trent hefir gefiö mér
leyfi til að kalla sig Edna. Mig
langaöi til að biöja hana að
leyfa mér að kalla hana Maud.
Skrítið, livaö mér þykir það nafn
fallegtl — Síöastliöið sunnudags-
kvöld fór eg með henni í fyrsta sinni
til kirkju. Á heimleiðinni kallaði
hún mig Anior, en ekki Mr. Berg,
eins og að undanförnu. Hún sagði
mér þfi, að hún væri fastráðin í þv.í,
að fara vestur til Winnipeg. Móð-
ursystir hennar (hún heitir frú Colth-
art) hefir þegar svarað bréfi hennar,
og hvatt hana til að koma. En ekki
býst eg við að viðgetum lagt afstað
fyr en seint í sumar.
2. April.
í fyrra kvöld mætti eg á götunni
einum yfirmanni lögregluliösins.
Hatm spurði mig hvort eg væri bú-
inn aö finna stúlkuna, sem eg hefði
verið aö leita að. Eg sagöist hafa
fundiö hana í haust. Honum þótti
þaö skrítiö, að eg skyldi ekki hafa
sagt frá því á lögreglustöövunum,
fyrst eg heföi leitaö þangaö liöveizlu
á annaö borö. Hann sagöi aÖ þaö
væri aö fara aftan að siöunum. —