Syrpa - 01.06.1914, Side 18
208
SYRPA
hefir Madeleine Vanda átt þar heima.
En kerling ein gömul sagöi Lebas
þaö, aö hún heföi einu sinni þekt
stúlku af Indíána-ættum, er heitið
hefði 'lAadcleine Verda. Segir hún
aö stúlka sú hafi fiuzt meö foreldr-
um sínum fyrir nokkrum árum vest-
ur að Manitoba-vatni. Það má vel
vera, aö þetta sé sú Madeleine, sem
eg er aö leita að. Og þaö er ekki
ómögulegt, aö móöurbróðir minn
hafi misritaö seinna nafnið — sett
Vanda fyrir Verda. En aftur stend-
ur Madeleine Vanda fullum
stöfum í eltiskins-ræmunni, sem var
innan í bréfinu, og hafi hún skrifaö
það sjálf, er næsta ólíklegt aö það
sé rangt stafsett, og þó gæti þaö
verið.---------Lebas reyndist mér
vel í þessari ferö og bragöaöi ekkert
af áfengi, á meöan hann var meö
mér. En eg varð aö láta hann fá
tíu dali aö skilnaöi. Edna hefir
beðiö mig aö leyfa sér aö taka þátt
í þessum kostnaöi, en eg liefi aftek-
iÖ þaö meö öllu, aö þiggja peninga
frá henni fyr en viö höfun? fundiö
konuna. —----------Skrítiö er þaÖ,
livaö fólkiö hérna í húsinn er áfram
um það, að vita, hvert eg hefi fariö,
og hvaö eg hefi verið aö sýsla. Þeir
Kjartan og Björn (sem eru herberg-
isnautar mínir) vilja út af lífinu fá
að vita þaö. Og Kjartan sagði þaö
í kvöld, að eg hlyti að vera meölim-
ur einhvers leynifélags, og aö eg
væri ef til vill f r í m ú r a r i. En
eg læt þaö eins og vind um eyrun
þjóta og segi ekkert um þaö, því þó
eg segöi þessu fólki hiö sanna um
þetta mál, þá mundi þaö ekki trúa
mér.-----------
2. Maí 1883
--------Ekki varö hún til fjár,
þessi ferö mín til Manitoba-vatns.
Eg hefi eytt sex virkum dögum al-
veg til ónýtis. Kynblendingarnir,
hafa aldrei heyrt Madeleine Verda
nefnda, og því síöur M adeleine
Vanda. — það ætlar ekki aö ganga
greiðlega aö finna þessa konu. Frú
Colthart hefir verið önug við mig í
alt vor út af þessu, og segir hún aö
eg fari ekki rétt aö því, aö leita.
Hún vill nú endilega aö eg leiti ráöa
til yfirvaldanna og feli þeim á hend-
ur þetta mál. Álítur hún, aö em-
bættismenn þeir, sem fjalla um mál-
efni Indíána hér í Vesturlandinu,
muni fijótt og meö hægu móti geta
komist aö því, hvort þessi kona sé
til, eöa hafi nokkurn tíma verið til.
Eg sé hún hefir rétt fyrir sér í þessu.
Og þetta væri beinasti vegurinn til
þess aö finna Madeleine Vanda, ef
hún er enn á lífi. En eg óttast þaö,
aö yfirvöldin þverneiti aÖ taka þetta
mál að sér, nema meö því móti, aö
eg segi þeim fyrst út í yztu æsar,
af hverju eg vil finna hana. En þaö
vil eg ekki þurfa að segja þeim. —
Eg vildi nú gjarna hætta viö þetta
alt saman, og væri fyrir löngu hætt-
ur, ef þaö væri ekki vegna Ednu.
Hún er alt af svo vongóö, og gjör-
ir silt ítrasta til að hughreysta mig
og hvetja mig til aö halda áfram.
Hún er kærleikurinn holdi íklæddur:
,,vonar alt, umber alt, og er ekki
sérplægin“.
(Framhald).